

Karlmaður sem brá sér inn á Grill66 á Olís og verslaði sér mat þar segist ekki par sáttur með það sem hann greiddi fyrir og hafa verið svangur á eftir.
„Var svangur og kom við á Grill66 á Olís Suðurlandsvegi og leist vel á myndina af vel útilátinni „Joplin“ samloku þó hún kostaði 1850 kr, en var svangur.
Get ekki sagt að ég hafi verið sáttur með verðið eftir að bera gripinn augum.
Er ennþá svangur og nú 1850 kr fátækari.“
Birtir maðurinn mynd af samlokunni í gær í Facebook-hópnum Vertu á verði- eftirlit með verðlagi sem tæplega 39 meðlimir eru í og létu viðbrögðin ekki á sér standa.


Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 400 líkað við færsluna og 116 athugasemdir verið skrifaðar. Hér er brot þeirra:
„Það er alstaðar samdráttur en þetta er einum of lélegt.“
„Oj þetta er ekki lystugt.“
„Það er eins og skinkan og kálið vilji ekki vera þarna.“
„Mig furðar á því að fólk skuli yfir höfuð kaupa samloku á 1850 kr.“
„Kalla svona verzlarnir og sjoppur,einnota,því aldrei er verslað þar meira,og enginn ávinningur,og viðskiptavinir,fara fúlir út.Enginn tilgangur með svona okri,annað en að græða,græða helling á kúnanum,sem kemur aldrei þar inn aftur.“
Á vef Olís má sjá mynd af samlokunni sem með frönskumm og 0,5 lítra gosi frá Coca Cola kostar 2.095 kr. Maðurinn segir samlokuna staka kosta 1.850 kr. Myndin lofar veglegri samloku þar sem skinka, kál og ostur ná út fyrir brauðið, en þegar upp er staðið er þó aðeins um ristaða samloku að ræða með sósu og áleggi.

Tveir eru jákvæðir en þó með dass af kaldhæðni:
„Ekkert að þessu flott verð og mikið á samlokun.“
„Ég er búsettur erlendis, en ég verð að viðurkenna að ég fæ svakalega heimþrá þegar ég sé svona lostæti á svona sanngjörnu verði.“