fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Svangur og ósáttur eftir samlokukaup á Grill66 – „Það er eins og skinkan og kálið vilji ekki vera þarna“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 10:05

Svona lítur samlokan út á matseðli. Mynd: olis.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður sem brá sér inn á Grill66 á Olís og verslaði sér mat þar segist ekki par sáttur með það sem hann greiddi fyrir og hafa verið svangur á eftir.

„Var svangur og kom við á Grill66 á Olís Suðurlandsvegi og leist vel á myndina af vel útilátinni „Joplin“ samloku þó hún kostaði 1850 kr, en var svangur.

Get ekki sagt að ég hafi verið sáttur með verðið eftir að bera gripinn augum.

Er ennþá svangur og nú 1850 kr fátækari.“

Birtir maðurinn mynd af samlokunni í gær í Facebook-hópnum Vertu á verði- eftirlit með verðlagi sem tæplega 39 meðlimir eru í og létu viðbrögðin ekki á sér standa.

Mynd: Facebook
Mynd: Facebook

Þegar þetta er skrifað hafa tæplega 400 líkað við færsluna og 116 athugasemdir verið skrifaðar. Hér er brot þeirra:

„Það er alstaðar samdráttur en þetta er einum of lélegt.“

„Oj þetta er ekki lystugt.“

„Það er eins og skinkan og kálið vilji ekki vera þarna.“

„Mig furðar á því að fólk skuli yfir höfuð kaupa samloku á 1850 kr.“

„Kalla svona verzlarnir og sjoppur,einnota,því aldrei er verslað þar meira,og enginn ávinningur,og viðskiptavinir,fara fúlir út.Enginn tilgangur með svona okri,annað en að græða,græða helling á kúnanum,sem kemur aldrei þar inn aftur.“

Á vef Olís má sjá mynd af samlokunni sem með frönskumm og 0,5 lítra gosi frá Coca Cola kostar 2.095 kr. Maðurinn segir samlokuna staka kosta 1.850 kr. Myndin lofar veglegri samloku þar sem skinka, kál og ostur ná út fyrir brauðið, en þegar upp er staðið er þó aðeins um ristaða samloku að ræða með sósu og áleggi.

Mynd: Olis.is

Tveir eru jákvæðir en þó með dass af kaldhæðni:

„Ekkert að þessu flott verð og mikið á samlokun.“

„Ég er búsettur erlendis, en ég verð að viðurkenna að ég fæ svakalega heimþrá þegar ég sé svona lostæti á svona sanngjörnu verði.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi

Ferðamaður segir frá raunum sínum á Íslandi – Vandræðin byrjuðu fyrir alvöru þegar lögreglan fór af vettvangi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni
Fréttir
Í gær

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Í gær

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“

Segir Sigríði Björk mann að meiri – „Við þá sem hefðu viljað sjá meira blóð renna vil ég segja“
Fréttir
Í gær

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“