fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 12. nóvember 2025 07:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Steinn Guðmundsson, blaðamaður Morgunblaðsins, er afar pennafær en fréttir hans vekja jafnan eftirtekt fyrir notkun ýmissa eldri orða sem eru ekkert endilega algeng í fjölmiðlum nú til dags.

Það hafa komið upp nokkur skipti þar sem blaðamaðurinn er sakaður um að nota gervigreindarforrit við skrif sín, sem hann hefur ætíð neitað staðfastlega fyrir.

„Mig langaði að vita hvort frettir sem eru birtar af Atla Steini Guðmundssyni séu skrifaðar með tækni gervigreindar, en þær innihalda jafnan mjög furðulegt orðalag sem fæstum dytti í hug að nota,“ skrifaði einn áhyggjufullur lesandi í nóvember í fyrra og vísaði í grein sem fjallaði um fyrrum forstjóra Volvo.

Sjá einnig: Lesandi Morgunblaðsins hafði áhyggjur af því að blaðamaður væri gervigreindarforrit

Atli Steinn, sem er búsettur í Noregi, svaraði ásökunum í fyrra með kátínu en þolinmæðin virðist að þrotum komin. Hann var á dögunum aftur sakaður um „gervigreindarskrif“ af manni að nafni Gretar Örn á Facebook vegna fréttar hans: Les útlendingum pistilinn um íslenska hringtorgið.

Skjáskot sem Atli Steinn birti á Facebook.

„Ég hefði nú haft gervigreindarskrif í einu orði, samsett nafnorð sem auk þess ber fleirtöluendingu. Ætti þá ekki að standa „eru“ frekar en „er“?  Vesalings Gretar Örn, algjörlega óskrifandi á íslenska tungu, veit greinilega ekki betur,“ skrifar Atli Steinn um málið á Facebook-síðu sinni og heldur áfram:

„Hvort er þá á ferð, gervigreind eða ekta heimska í hans tilfelli? Þetta er í fjórða skipti á stuttum tíma sem íslenskir fávitar saka mig um gervigreindarskrif, fávitar á borð við Gretar Örn og málfræðilegu mannvitsbrekkurnar í „Málvöndunarþættinum“ og fleiri haturshópum á Facebook þar sem sama kerlingin hefur ráðist á mig oftar en einu sinni og blessuð fylgispöku lömbin í hópnum segja ekki annað en „Æ, æ“, fólk sem aldrei hefur tjáð sig með einu orði um málfræði eða málvísindi, bara hjörð sem segir „Æ, æ“. Hvers vegna heitir þessi hópur ykkar ekki bara „Æ, æ“?“

Atli Steinn skorar á manninn að hitta sig næst þegar hann kemur til Íslands.

„Það verður í apríl næstkomandi. Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt, og segja það framan í mig að ég skrifi gegnum gervigreind. Ég hreinlega get ekki beðið…sem betur fer er ég ekki prestur þá. Sakið mig bara einu sinni enn um að skrifa gegnum gervigreind helvítis sauðirnir ykkar, stór í kjaftinum bak við lyklaborðið eins og alltaf. Aðeins minni augliti til auglitis. Megið þið kafna á ykkar gervigreindarmálfræði, ég skal míga á gröfina ykkar með mestu gervigreindaránægju.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Engar Robin klementínur í verslanir fyrir þessi jól

Engar Robin klementínur í verslanir fyrir þessi jól
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“
Fréttir
Í gær

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?

Selfyssingurinn með smiðsaugað: Hver er Grímur Hergeirsson sem nú hefur verið settur ríkislögreglustjóri?
Fréttir
Í gær

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka

Hinn 11 ára gamli Pétur er fundinn í Orlando – Móðursystir hans segir það búðarstarfsmanni að þakka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni