fbpx
Föstudagur 26.desember 2025
Fréttir

Engar Robin klementínur í verslanir fyrir þessi jól

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 11. nóvember 2025 11:30

Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir mörgum eru klementínur frá framleiðandanum Robin ómissandi í aðdraganda jólanna og um jólin. DV hafa borist ábendingar um að þessi vinsæla tegund verði ekki fáanleg í verslunum landsins fyrir þessi jól. Jóhanna Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Banana ehf, sem hafa flutt inn Robin klementínur í gegnum árin, staðfestir þetta og er ástæðan uppskerubrestur í framleiðsluhéraðinu vegna flóða.

Jóhanna segir í svari sínu við fyrirspurn DV um málið að orsökin liggi í uppskerubresti sem varð vegna flóða í Valencia á Spáni á síðasta ári. „Þá verða hinar sívinsælu klementínur því miður ekki í boði fyrir þessi jól,“ segir hún.

„Kementínurnar hafa notið gríðarlegra vinsælda meðal Íslendinga síðustu fjóra áratugi, ekki síst yfir hátíðarnar, þar sem margir tengja ilm, bragð og jólastemningu við Robin klementínur,“ segir Jóhanna ennfremur en segir þó ekki ástæðu til að örvænta, klementínuilmur mun fylgja jólunum nú sem endranær:

„Við getum þó glatt landsmenn með því að tilkynna að mandarínur frá öðrum ræktendum í Valencia héraðinu eru á leiðinni í verslanir Bónus og Hagkaup í lok nóvember í sambærilegum gæðum og Robin. Enginn þarf því að missa af klementínuilminum sem fylgir jólunum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun

Gæti farið svo að innanlandsflugi verði aflýst vegna veðurs á morgun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu

Þurfti að fara í hart eftir að húðflúrarinn neitaði að ljúka verkinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó

Arnaldur pikkfastur á toppnum hjá Nettó
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“

Faðirinn í Suður-Afríku – „Þetta er fyrst og fremst fjölskylduharmleikur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita

Vonskuveður um jólin – Þetta þurfa landsmenn að vita