fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Ólafur bendir á önnur ámælisverð viðskipti á vakt Sigríðar Bjarkar – „Gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. nóvember 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskipti embættis ríkislögreglustjóra við ráðgjafafyrirtækið Intra hafa valdið fjaðrafoki og lét Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri af embætti nú í morgun. Sigríður mun þess í stað taka við stöðu sérfræðings í aðgerðum gegn kynbundnu ofbeldi í dómsmálaráðuneytinu. Áður en þessi ákvörðun Sigríðar var opinberuð birtist grein eftir Ólaf Hauksson, ráðgjafa í almannatengslum og fyrrum umboðsmann Axon International, þar sem hann vekur athygli á öðrum viðskiptum Sigríðar sem gera megi athugasemdir við, viðskipti sem Ólafur telur lykta af spillingu.

Viðskiptin varða búkmyndavélar. Ólafur segir að Sigríður, þá lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hafi árið 2019 fengið fjárheimildir til að kaupa slíkar myndavélar. Hún ákvað að kaupa myndavélar af gerðinni Reveal og fylgdu önnur embætti hennar fordæmi. Þetta kom Ólafi og öðrum hjá umboðinu fyrir Axon-búkmyndavélar á óvart, enda Axon langútbreiddasta búkmyndavélin í heiminum en Reveal var í mun minni notkun. Ólafur segir Sigríði hafa tekið þessa ákvörðun einhliða og án þess að leita tilboða. Fannst Ólafi þetta það skrýtið að hann ákvað að kynna sér umboðið sem embættið skipti við.

„Þegar grennslast var fyrir um þessa einhliða ákvörðun lögreglustjórans, þá blasti við gamaldags vinavæðing, spilling af bestu sort. Tveir starfsmenn Hiss, umboðsins fyrir Reveal, voru fyrrverandi lögreglumenn hjá embættinu á höfuðborgarsvæðinu. Annar þeirra var nýhættur hjá embættinu, en tók að sér hlutastörf þar. Hinn var í sambúð með starfsmanni hjá embættinu. Eigandi Hiss hafði látið af störfum sem lögreglumaður hjá embættinu tveimur árum áður, en meðan hann starfaði þar rak hann Hiss ehf. í hjáverkum.“

Axon-umboðið krafði Sigríði svara um viðskiptin og fékk þá vísun í samanburðarpróf sem hafi verið gert á myndavélunum á árinu 2015. Próf sem eigandi Hiss kom að, en hann sendi Sigríði meðal annars tölvupóst og rakti Axon-vélunum allt til foráttu.

„Hann var þá í senn starfandi lögreglumaður og umboðsmaður Reveal-myndavélanna. Tíu dögum seinna var gefið út það álit að Reveal-myndavélarnar hentuðu betur.“

Ólafur bendir á að þetta samanburðarpróf var orðið fjögurra ára gamalt þegar Sigríður fór að kaupa búkmyndavélarnar, og því mjög úrelt. Ekki þýddi þó að benda embættinu á þetta og Reveal-vélarnar voru áfram keyptar þrátt fyrir tæknilega yfirburði Axon. Ólafur áætlar kostnað við innkaupin um 160 milljónir.

Síðan fyrir einu og hálfu ári fékk lögreglan heimild til að nota rafstuðtæki af gerðinni Taser. Þau eru framleidd af sama framleiðanda og Axon-búkmyndavélar og virka bara með þeim. Því þurfti lögreglan að byrja að kaupa Axon-búkmyndavélar fyrir þá lögreglumenn sem eru með Taser.

„En eftir því sem fleiri lögreglumenn fá Taser, þá fjölgar Axon-myndavélunum og Reveal-vélarnar munu á endanum daga uppi. Enda lítið vit í að vera með tvö myndavélakerfi. Ekki skiptir minna máli að Axon-búkmyndavélarnar eru að öllu leyti betri en Reveal-vélarnar, að ekki sé talað um umsýslukerfi Axon fyrir upptökur. Spillingin á vakt þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu kostar því tvo umganga af búkmyndavélum fyrir lögregluna.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn

Þurfa að greiða háa upphæð eftir að brot á siglingareglum ollu næstum stórslysi skammt frá Reykjavíkurhöfn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“

Fullorðinn maður reyndi linnulaust við 6 stúlkur undir 15 ára aldri í marga mánuði – „Ég er alls ekki barnaperri“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“

Framkvæmdastjóri hjá DAS svarar Jóhanni – „Ef íbúðin er afþökkuð er hún boðin næsta umsækjanda“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“

Segir þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar litlu skila með ærnum tilkostnaði – „Um 250 milljarða. Það eru eitt eða tvö þjóðarsjúkrahús“