fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. nóvember 2025 07:30

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri hjá FÍB.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) áætlar að heildartekjur af bílastæðagjöldum á ferðamannastöðum á síðasta ári hafi numið 1,9 milljörðum króna. Fjallað er um þetta í forsíðugrein Morgunblaðsins í dag og segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, að „gullgrafaraæði“ hafi gripið um sig á þessum markaði.

Í frétt Morgunblaðsins er vísað í úttekt um þetta sem birtist í nýjasta fréttablaði FÍB. Áætlar félagið að 7,3 milljónir ferðamanna hafi heimsótt 43 ferðamannastaði það ár og gerir FÍB ráð fyrir að bílastæðagjald hafi skilað 260 krónum fyrir hvern gest.

„Það er ákveðið gullgrafaraæði sem hefur gripið um sig á þessum markaði og það bitnar illilega á öllum almenningi,“ segir Runólfur við Morgunblaðið.

Hann segir að menn virðist tilbúnir að greiða háar fjárhæðir til að komast yfir „eitthvert malarplan“ vegna þess hversu arðbært það er að rukka bílastæðagjöld af fólki.

„Síðan sjáum við úti á landi að sumir staðir hafa notið ríkulegra styrkja úr ríkissjóði, þ.e. af almannafé, og síðan er sett í gang gjaldheimta sem er þvert á markmiðið með endurbótunum, sem var að bæta aðgengið fyrir almenning. Nú er svo komið að gjaldtakan er orðin aðgangshindrun að ákveðnum náttúruperlum,“ segir Runólfur við Morgunblaðið og kallar eftir að settar verði reglur um þessa gjaldtöku.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig

Catalina hafði ekki erindi sem erfiði – Taldi Happdrætti Háskólans snuða sig
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“