fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fréttir

Tíu indverskum ferðamönnum bjargað í Svarfaðardal – Einn þeirra sokkalaus í tíu gráðu frosti

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 1. nóvember 2025 10:30

Ferðamönnunum var bjargað og þeir fengu fiskisúpu. Skjáskot/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu indverskum ferðamönnum var bjargað inn í hlýjuna í nærri tíu gráðu frosti í Svarfaðardal á þriðjudagskvöld. Ferðamennirnir voru vanbúnir og bíllinn þeirra hafði endað í skurði.

Greint er frá þessu á samfélagsmiðlinum Reddit. Það er notandi sem kallar sig JP Dueholm sem kom köldu ferðalöngunum til bjargar og gaf þeim heita fiskisúpu að borða.

Einn ekki í sokkum

Segir hann að það sé ekki óalgengt að ferðamenn banki upp á, til að spyrja til vegar eða þvíumlíkt. En á þriðjudag bankaði fimm manna hópur frá Indlandi í miklum vandræðum upp á.

„Þau höfðu verið að elta norðurljósin síðustu daga án mikillar velgengni og enduðu í dalnum okkar, niður langan malarveg,“ segir hann. „En okkar malarvegur, rétt eins og flestir aðrir, breytast í hreina ísbreiðu við þessar veðuraðstæður og annar bíllinn með fimm manns hafði lent í skurði.“

Ferðamennirnir voru ískaldir og voru algjörlega vanbúnir fyrir veðrið. Það er ekki í vetrarskóm, með húfur eða vettlinga þrátt fyrir að úti væri 9 stiga frost.

„Einn blessaður náunginn var ekki í neinum sokkum,“ segir hann. En sá hafði gefið þá vinkonu sinni sem hafði týnt sínum við að komast upp úr snjóskafli.

Ekki vön kuldanum

Var ferðalöngunum boðið inn til að hlýja sér og kallað var á aðstoð frá verkstæði til að losa bílinn. Á meðan beðið var eftir bílnum var elduð fiskisúpa með tómat og ferskjum.

„Þetta reyndust vera nemendur víðs vegar frá Indlandi, flest þeirra höfðu aldrei kynnst hitastigi undir frostmarki áður. Þau voru alls ekki vön kuldanum, en hins vegar gátu þau sagt sögur af hitabylgjum svo heitum að ekki var hægt að fara út fyrir hússins dyr, sem er eitthvað sem ekki gerist á Íslandi,“ segir hann.

Móðir náttúra setti á fót sýningu

Þegar búið var að losa bílinn og sameina alla í hópnum gerðist svo það ótrúlega. Himnarnir settu á svið sýningu.

„Það var heiðskírt úti og móðir náttúra ákvað að gefa okkur norðurljósasýningu sem ég held að þau munu aldrei gleyma,“ segir hann.

Eftir matinn og uppvaskið héldu ferðamennirnir loks af stað út í myrkrið alsælir og gleyma því sjálfsagt ekki að búa sig betur undir kuldann næst.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið
Fréttir
Í gær

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Í gær

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir konunnar sem skemmtiferðaskipið skildi eftir rýfur þögnina

Dóttir konunnar sem skemmtiferðaskipið skildi eftir rýfur þögnina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk sér húðflúr á klósettinu á Laufeyjar tónleikum og endaði á spítala – „Þetta er hryllilega sárt“

Fékk sér húðflúr á klósettinu á Laufeyjar tónleikum og endaði á spítala – „Þetta er hryllilega sárt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn