fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fréttir

Ákærður fyrir að stýra hjólabát á Jökulsárlóni bólufreðinn

Ritstjórn DV
Laugardaginn 1. nóvember 2025 11:00

Frá Jökulsárlóni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur ákært karlmann á fimmtugsaldri fyrir brot á umferðar- og siglingalögum með því að stýra hjólabát, með farþegum um borð, á lóninu undir áhrifum kannabis.

Ekki hefur tekist að birta umræddum manni stefnuna og var hún því auglýst í Lögbirtingablaðinu í vikulok.

Í stefnunni kemur fram að maðurinn hafi freistað þess að stýra hjólabátnum KLAKA 2231, sem er þiljað farþegaskip, á lóninu og þaðan að landgöngupramma á afmörkuðu athafnarsvæði á landi, og verið óhæfur tiil þess vegna áhrifa af áðurnefndu fíkniefni.

Í blóði mældist tetrahýdrókannabínól 5,0 ng/ml sem er verulegt magn og fimmfalt yfir mörkum. Ennfremur er manninum gefið að sök að hafa ekki gætt að því að hann væri lögskráður á umrætt skip þegar hann hélt úr höfn.

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands þann 11. desember næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið
Fréttir
Í gær

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Í gær

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“
Fréttir
Í gær

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dóttir konunnar sem skemmtiferðaskipið skildi eftir rýfur þögnina

Dóttir konunnar sem skemmtiferðaskipið skildi eftir rýfur þögnina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk sér húðflúr á klósettinu á Laufeyjar tónleikum og endaði á spítala – „Þetta er hryllilega sárt“

Fékk sér húðflúr á klósettinu á Laufeyjar tónleikum og endaði á spítala – „Þetta er hryllilega sárt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“

Einar segir veðurspárnar hafa brugðist – „Mikil vonbrigði þessa vangeta reiknilíkananna og verulegt umhugsunarefni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn

Ótrúleg uppákoma í Grafarvoginum – Keyrði utan í hjólreiðamann sem braut svo hliðarspegilinn