

Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur ákært karlmann á fimmtugsaldri fyrir brot á umferðar- og siglingalögum með því að stýra hjólabát, með farþegum um borð, á lóninu undir áhrifum kannabis.
Ekki hefur tekist að birta umræddum manni stefnuna og var hún því auglýst í Lögbirtingablaðinu í vikulok.
Í stefnunni kemur fram að maðurinn hafi freistað þess að stýra hjólabátnum KLAKA 2231, sem er þiljað farþegaskip, á lóninu og þaðan að landgöngupramma á afmörkuðu athafnarsvæði á landi, og verið óhæfur tiil þess vegna áhrifa af áðurnefndu fíkniefni.
Í blóði mældist tetrahýdrókannabínól 5,0 ng/ml sem er verulegt magn og fimmfalt yfir mörkum. Ennfremur er manninum gefið að sök að hafa ekki gætt að því að hann væri lögskráður á umrætt skip þegar hann hélt úr höfn.
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands þann 11. desember næstkomandi.