fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Ákærðir fyrir stórtæka framleiðslu og sölu á fíkniefnum á Kjalarnesi

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 5. nóvember 2025 17:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir karlmenn annar Íslendingur en hinn Letti hafa verið ákærðir fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot með ræktun og sölu á kannabis í iðnaðarhúsnæði sem tilheyrir Kjalarnesi. Lagði lögreglan hald á mikið magn í aðgerðum vegna málsins en um er að ræða tugi kílóa.

Íslendingurinn er á fimmtugsaldri en Lettinn á fertugsaldri. Ákæran á hendur þeim síðarnefnda er birt í Lögbirtingablaðinu í dag en hann er með íslenska kennitölu en skráður til heimilis í Lettlandi.

Mennirnir tveir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa, í sameiningu, í mars 2021, í umræddu iðnaðarhúsnæði á Kjalarnesi, haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni 57 kannabisplöntur, 29,2 kíló af kannabisplöntum og 25,4 kíló af maríhúana og hafa um nokkurt skeið fram til þess dags ræktað þessar plöntur en lögregla lagði hald á efnin við leit.

Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er krafist upptöku á áðurnefndum kannabisplöntum og maríhúana, Þá er einnig krafist upptöku á 6 viftum, 4 lömpu, 2 kælikössum fyrir loftræstingu, 45 ljósaperum, 48 lömpum, 47 straumbreytum, 3 skiljörum með glerkúpli og snúningsró, 4 led lömpum og 12 loftsíu.

Væntanlega hefur ekki tekist að birta Lettanum ákæruna og því er það gert með þessum hætti. Er hann einnig kvaddur til að mæta fyrir dóm þegar málið verður tekið fyrir við Héraðsdóm Reykjavíkur í janúar næstkomandi. Sæki maðurinn ekki dómþing, við þingfestingu máls eða á síðari stigum þess, má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið það brot sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður á málið að honum fjarstöddum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Í gær

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Í gær

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil