fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
Fréttir

„Sjáðu hvernig hann er búinn að taka Ölfus og snúa þessu við eins og blautum gúmmívettling“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 9. október 2025 14:00

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands og Verkalýðsfélags Akraness, hefur lengi verið einn skýrasti og beinskeyttasti talsmaður launafólks á Íslandi, maður sem hikar ekki við að segja hlutina eins og þeir eru.

Vilhjálmur er gestur Aríels Péturssonar, formanns Sjómannadagsráðs, í hlaðvarpsþættinum Sjókastið þar sem margt forvitnilegt ber á góma.

Í þættinum ræða þeir lífshlaup Vilhjálms og baráttu fyrir réttlæti á vinnumarkaði og hvernig uppeldi og reynsla úr sjávarplássi mótaði sýn hans á samfélagið. Þeir ræða stöðu sjómanna, kjarasamninga, launajafnrétti, verðbólgu og ábyrgð stjórnvalda og spyrja hvort stéttabarátta dagsins í dag sé sú sama og áður.

Hagsmunir atvinnurekenda og launafólks fara saman í 99% tilfella

„Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það ójöfnuður og misskipting“ ,segir VIlhjálmur. „Ég er líka hins vegar þannig, og það er mikilvægt að forystumenn átti sig á þeirri bláköldu staðreynd að hagsmunir launafólks, stéttarfélaga og atvinnurekenda fara saman í 99,9% tilvika. Það skiptir stéttarfélögin og launafólk miklu máli að fyrirtæki sem þú starfar hjá starfi vel, skili góðum hagnaði, þannig að það geti greitt fólkinu mannsæmandi laun og aukið störf. Þetta er það sem skiptir mestu máli.

Atvinnurekendur eru ekki óvinir launafólks og ekki óvinir stéttarfélaganna. Við tökumst harkalega á þegar kjarasamningsgerð á sér stað. Þar láta menn allt flakka ef svo má að orði komast, skella hurðum og svo framvegis. Færa góð og gild rök fyrir af hverju laun eiga að hækka þetta mikið. Ég hef til dæmis fyrir venju hjá mér að ég fer í ársreikninga fyrirtækja og rýni þá, hver er staða þeirra, hvert er launahlutfall þeirra af heildarveltu, hver er hagnaður þeirra og arðgreiðslur. Þannig að ég mæti yfirleitt vel undirbúinn til leiks til að geta rökstutt mitt mál að við eigum rétt á aukinni hltudeild í góðri afkomu.“

Skilaði séráliti vegna verðtryggingar

Vilhjálmur og Aríel ræða um verðtrygginguna, en Vilhjálmur er svarinn andstæðingur hennar.

„Ég var kallaður Villi verðtrygging lengi vel. Ég var skipaður í sérfræðingahóp um afnám verðtryggingar árið 2013. Ég skilaði séráliti og allt sem stendur í því stenst skoðun í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skipaði mig þarna inn og það var einfaldlega þannig að þessi sérfræðingahópur átti að skila tillögu um afnám verðtryggingar, útfærðar tillögur. Ég fann það á fyrsta fundi þegar sérfræðingarnir komu úr fjármálageiranum og fóru að leita leiða hvernig væri hægt að milda þetta og hvernig væri hægt að koma í veg fyrir að þetta skref væri stigið til fulls. Verðtryggingin þekkist ekki neins staðar í siðmenntuðum löndum. Hún er ekki á norðurlöndum, hún er hvergi. Ástæðan, ef við værum ekki með verðtryggingu í dag. Trúðu mér þá væru ekki óverðtryggðir húsnæðisvextir í 9-10 % einfaldlega vegna þess að greiðslugeta og greiðsluþol hverrar fjölskyldu er takmörkum háð. Ef þú værir með vextina í 9-10% og fólk þyrfti að borga 400, 500,-600 þúsund á mánuði þá yrði greiðslufall. Bankarnir fengju þetta allt í hausinn.“

Segir bæjarstjóra Ölfuss þurfa að halda námskeið um rekstur sveitarfélaga

Undir lok spjallsins hrósar Vilhjálmur Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Ölfuss, og segist hann hafa sagt Elliða persónulega að hann ætti að halda námskeið fyrir aðra sveitarstjórnarmenn um hvernig eigi að reka sveitarfélög.

„Sjáðu hvernig hann er búinn að taka Ölfus og snúa þessu við eins og blautum gúmmívettling. Hvað gerir hann? Hann áttar sig á einu, sem er hvað? Að verðmætasköpun er forsenda fyrir því að hægt er að halda úti velferð og byggja samfélög upp. Það er 350 milljarða fjárfesting í Ölfusi, það er landeldið og allt sem hann er að gera kringum höfnina, það er aðdáundarvert að sjá þetta. Hann lætur verktakana hafa lóðirnar og segir þeim að sjá um gatnagerðargjöldin og hvað gerist? Þar er verið að bjóða 70 fermetra íbúð á 47 milljónir vegna þess að það er ekki verið að okra á innviðagjöldum og öðru slíku sem fer síðan beint út í verðlagið og beint út í verðbólguna.“

Ræða þeir hvort Elliði ætti að gefa kost á sér sem oddviti í borginni í sveitarstjórnarkosninum.

„Hann er bara að mínum dómi algjörlega magnaður í þessu, verðmætasköpun er það sem skiptir öllu máli, það er að auka og stækka kökuna þannig að við getum síðan útdeilt því með sanngjörnum hltti til allra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Skatturinn neitaði að trúa því að hann hefði ekki búið frítt í Airbnb-íbúð

Skatturinn neitaði að trúa því að hann hefði ekki búið frítt í Airbnb-íbúð
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sérfræðingur SÞ krefst þess að öllum í skipalestinni sem Magga Stína var í verði sleppt

Sérfræðingur SÞ krefst þess að öllum í skipalestinni sem Magga Stína var í verði sleppt
Fréttir
Í gær

Sjötíu hálfvilltum íslenskum hrossum bjargað í Bretlandi – Illa haldin og eignuðust folöld eftirlitslaust

Sjötíu hálfvilltum íslenskum hrossum bjargað í Bretlandi – Illa haldin og eignuðust folöld eftirlitslaust
Fréttir
Í gær

Biður fólk að velta því fyrir sér hvaða hlutverk það hefði leikið í helförinni – „Þarft að spyrja þig hvar þú fórst út af sporinu“

Biður fólk að velta því fyrir sér hvaða hlutverk það hefði leikið í helförinni – „Þarft að spyrja þig hvar þú fórst út af sporinu“