fbpx
Fimmtudagur 09.október 2025
Fréttir

Mikill meirihluti Íslendinga á móti þátttöku Íslands í Eurovision verði Ísrael með – Sjálfstæðismenn og Miðflokksmenn skera sig úr

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 9. október 2025 11:30

Þátttaka Íslands í Eurovision er í fullkomnu uppnámi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill meirihluti landsmanna er á móti þátttöku Íslands í Eurovosion ef Ísrael verður leyft að taka þátt. Afstaða kjósenda Sjálfstæðismanna og Miðflokksmanna er hins vegar á annan veg.

Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúls Gallup þar sem spurt var um afstöðu til þátttöku Íslands í Eurovision.

58 prósent sögðust vera almennt hlynnt þátttöku Íslands í keppninni en ekki ef Ísrael verður leyft að taka þátt. Eins og komið hefur fram í fréttum þá mun skipuleggjandinn EBU láta aðildarþjóðir kjósa um þátttöku Ísraels um miðjan nóvembermánuð.

15 prósent svarenda sögðust vera mótfallnir þátttöku Íslands í Eurovision óháð þátttöku Ísrael. Það er eru almennt á móti því að Ísland taki þátt.

Þá eru 21 hlynnt því að Ísland taki þátt, hvort sem Ísrael verður með eða ekki og 6 prósent á móti því að Ísland taki þátt ef Ísrelar verða reknir úr keppninni.

Mesta andstaðan við þátttöku Íslands ef Ísraelar taka þátt mælist hjá kjósendum Samfylkingar (80 prósent) og Viðreisnar (77 prósent). En Kjósendur Sjálfstæðisflokks (24 prósent) og Miðflokks (23 prósent) eru þeir einu sem eru jákvæðari út í þátttöku Íslands jafn vel þó að Ísrael fái að keppa. Miðflokksmenn eru þeir sem eru heilt yfir neikvæðastir í garð Eurovision, 27 prósent þeirra eru á móti þátttöku Íslands sama hvað.

Könnunin var gerð 18. september til 2. október. Úrtakið var 1.748 og svarhlutfall 46,8 prósent.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ellefu mánaða fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barnungri stjúpdóttur

Ellefu mánaða fangelsi fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn barnungri stjúpdóttur
Fréttir
Í gær

Sigríður Hrund kallar á úrbætur frá Kópavogsbæ – 10 ára dóttir mín spurði „Hvernig á ég að komast heim?“

Sigríður Hrund kallar á úrbætur frá Kópavogsbæ – 10 ára dóttir mín spurði „Hvernig á ég að komast heim?“
Fréttir
Í gær

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda
Fréttir
Í gær

Aðalheiður kærði ofbeldi leigubílstjóra hjá Hreyfli – Fyrirtækið aðhafðist ekkert í 834 daga og þolendum fjölgaði

Aðalheiður kærði ofbeldi leigubílstjóra hjá Hreyfli – Fyrirtækið aðhafðist ekkert í 834 daga og þolendum fjölgaði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Magnússon (Jójó) er látinn

Jón Magnússon (Jójó) er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Magga Stína siglir enn með Frelsisflotanum til Gaza – Gæti verið handtekin af Ísrael á morgun

Magga Stína siglir enn með Frelsisflotanum til Gaza – Gæti verið handtekin af Ísrael á morgun