fbpx
Föstudagur 10.október 2025
Fréttir

Austurríkismenn hóta að halda ekki Eurovision ef Ísraelum verður vikið úr keppni

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 9. október 2025 17:30

Stocker hótar sniðgöngu og að Austurríki haldi ekki keppnina. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christian Stocker, kanslari Austurríkis, og Alexander Pröll, utanríkisráðherra, hafa hótað því að Austurríki muni ekki halda Eurovision ef Ísraelsmönnum verður vikið úr keppninni. Fari svo gætu Austurríkismenn átt yfir höfði sér háa sekt.

Austurríkismenn eru einir dyggustu stuðningsmenn þess að Ísraelar fái að taka þátt í Eurovision, ásamt Þjóðverjum, Svisslendingum, Dönum og Ítölum. Eurovision á að fara fram í Vínarborg í vor.

EBU hefur boðað til atkvæðagreiðslu um veru Ísraels í keppninni um miðjan nóvember og fari svo að þeir verði reknir úr henni gætu einhver þessara ríkja sniðgengið keppnina.

Fari svo að Ísraelar verði reknir úr keppninni og Austurríkismenn sniðgangi hana þá munu þeir augljóslega ekki halda keppnina. En samkvæmt reglum EBU ættu þeir þá á hættu að fá háa sekt, það er 40 milljónir evra, eða rúmlega 5,5 milljarð króna.

Sjá einnig:

Kanslarinn hótar sniðgöngu Þýskalands ef Ísraelar verða reknir úr Eurovision – „Ísrael á heima þarna“

Það er ekki ríkisstjórnin heldur austurríska ríkissjónvarpið, ORF, sem tekur ákvörðun um þátttöku Austurríkis. En engu að síður hljóta orð ráðamannanna, sem birt voru á miðlinum Eurovision Fun, að vega þungt í þeirri ákvörðun.

Minnt er á að Friedrich Merz, kanslari Þýskalands, hefur tjáð sig um Eurovision á undanförnum dögum og sagt að Þýskaland eigi að sniðganga keppnina ef Ísraelum verður vikið úr henni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda

Stjórnarandstaðan gríðarlega óvinsæl hjá flestum hópum – Ríkisstjórnin nýtur aukinna vinsælda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aðalheiður kærði ofbeldi leigubílstjóra hjá Hreyfli – Fyrirtækið aðhafðist ekkert í 834 daga og þolendum fjölgaði

Aðalheiður kærði ofbeldi leigubílstjóra hjá Hreyfli – Fyrirtækið aðhafðist ekkert í 834 daga og þolendum fjölgaði