fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
Fréttir

Sigríður Hrund kallar á úrbætur frá Kópavogsbæ – 10 ára dóttir mín spurði „Hvernig á ég að komast heim?“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 8. október 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og eigandi Vinnupalla, segir ábyrgð algjörlega skorta hjá Kópavogsbæ hvað varðar framkvæmdir við Urðarbraut. Segist hún vikum saman hafa bent bæjaryfirvöldum, þar á meðal bæjarstjóra á, en ekkert gerst.

HJÁLP! – SLYSIN GERA BOÐ Á UNDAN SÉR

Myndir þú senda barnið þitt innan um stórvirkar vinnuvélar?

Auðvitað ekki. En það er það sem Kópavogsbær biður okkur um að gera.

Vikum saman hef ég bent á skort á öruggum gönguleiðum við framkvæmdir á Urðarbraut.

Þannig hefst færsla Sigríðar Hrundar í Facebook-hópnum Kársnesið okkar. Segist hún alltaf hafa Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra með sem cc í öllum ábendingum sínum, en bæjarstjórinn svari henni aldrei.

„Birkir Rútsson deildarstjóri er duglegur að upplýsa um hvað mun gerast í framkvæmdunum næstu daga og vikur – en það stenst aldrei (FYI – verkinu á að vera lokið og það á eftir að skipta um lagnir upp að ljósum hjá sundlauginni). Vinnueftirlitið brást við fyrstu athugasemdum en svarar engu núna, einmitt þegar aðstæður eru lífshættulegar.

Hér eigum við að ganga… bíddu hvar??? segir Sigríður við mynd.
Hér er auðvelt að hnjóta um ójafnað undirlag segir Sigríður við mynd.

Í dag kalla ég eftir íbúasamstöðu því í þorpinu okkar er barnið þitt, barnið mitt og öfugt. Við viljum að börn séu örugg og að fullorðið fólk sýni ábyrgð og passi þau.

Segir Sigríður Hrund framkvæmdina við Urðarbraut bera öll merki þess „að vera illa skipulögð, með lélegt eftirlit og núna þegar liggur á að klára fyrir veturinn er öryggi íbúa varpað fyrir róða. Það er einmitt þá sem slysin gerast – þegar við erum að flýta okkur.

Bendir hún á að í gær hafi engin örugg gönguleið verið um framkvæmdasvæðið, aðeins illa jafnað stórgrýtt undirlag og mikill hasar á stórvirkum vinnuvélum.

„10 ára dóttir mín spurði „hvernig á ég að komast heim?“ 

segir Sigríður og bætir við að hún hafi tekið myndir af krökkum ganga framhjá óáreitt (myndirnar tala sínu máli), en frá því í byrjun júlí hafi krakkar gengið, hlaupið, hjólað, leikið, verið með tónlist í eyrunum um vinnusvæðið.

Eigum við að ganga fyrir ofan eða neðan gröfuna? segir Sigríður við mynd.
Barnið er hægra megin við vinnuvélarnar segir Sigríður við mynd.

„Þið megið gjarnan aðstoða mig – því gaslýsingin er alger af hálfu bæjarins og slysið er fyrirsjáanlega í uppsiglingu vegna sinnuleysis og vítaverðs gáleysis. Það er einfaldara og auðveldara að byrgja brunninn en lifa við óbætanleg fyrirsjáanleg slys.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Læknir sleppur við áminningu – Kona átti að fá lyf sem hún er með ofnæmi fyrir

Læknir sleppur við áminningu – Kona átti að fá lyf sem hún er með ofnæmi fyrir
Fréttir
Í gær

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn
Fréttir
Í gær

Vilja Uber til Íslands og stofna úrskurðarnefnd um þjónustu leigubíla

Vilja Uber til Íslands og stofna úrskurðarnefnd um þjónustu leigubíla
Fréttir
Í gær

Vekja samfélagið til umhugsunar um vaxandi einmanaleika

Vekja samfélagið til umhugsunar um vaxandi einmanaleika