fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
Fréttir

Trump brjálaður yfir því að Bad Bunny skemmtir á Super Bowl – „Þetta virðist ekki vera skemmtikraftur sem sameinar fólk“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. október 2025 18:30

Bad Bunny og Donald Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er allt annað en sáttur við þá ákvörðun NFL-deildarinnar að ráða tónlistarmanninn Bad Bunny til að sjá um hálfleikssýningu Super Bowl á næsta ári.

Í viðtali í þættinum Greg Kelly Reports á sjónvarpsstöðinni Newsmax sagði Trump að ákvörðunin væri „algjörlega fáránleg“ og bætti við að hann hefði „aldrei heyrt“ um tónlistarmanninn.

„Ég veit ekki hver hann er, ég veit ekki af hverju þeir eru að gera þetta. Þetta er galið,“ sagði Trump og hvatti áhorfendur til að íhuga að sniðganga NFL-deildina. „Svo kenna þeir einhverjum verktaka um að hafa ráðið hann – þetta er bara hlægilegt,“ sagði Trump og bætti svo við: „Þetta virðist ekki vera skemmtikraftur sem sameinar fólk“.

Athyglisverð fullyrðing í ljósi þess að Trump hefur ekkert sérstaklega reynt að sameina bandaríska þjóð á forsetatíð sinni.

Bad Bunny, sem sem heitir réttu nafni Benito Antonio Martínez Ocasio, er þrefaldur Grammy-verðlaunahafi og einn mest streymdi tónlistarmaður heims. Frægðarsól hans hefur í raun aldrei risið hærra því á dögunum þreytti hann frumraun sína á hvítatjaldinu í myndinni Happy Gilmore 2 og þótti einn af fáum ljósum punktum þess lestarslyss.

Spænskur uppruni en sannarlega Bandaríkjamaður

Ætla má að það sé ekki síst sú staðreynd að Bad Bunny flytur flest sín lög á spænsku sem fer í taugar á Trump. Tónlistarmaðurinn er ættaður frá Púertó Ríkó, sem er sérstakt sambandssvæði innan Bandaríkjanna.

Hann brást við tilkynningunni um Super Bowl-ráðninguna með því að segja hana sigur fyrir „sigur fyrir alla Latín-Ameríkubúa í Bandaríkjunum“. Hóp sem ríkisstjórn Trump er svo sannarlega í stríði við.

Fleiri en Trump hafa stigið fram og gagnrýnt ákvörðun NFL-deildarinnar. Corey Lewandowski, ráðgjafi Trump, hefur einnig fordæmt hana og hvatt til þess að útlendingalögreglan ICE verði á staðnum.

Bad Bunny hefur hent gaman að þessu uppþoti og lét hafa eftir sér: „Ef þið skilduð ekki hvað ég sagði á spænsku, hafið þið fjóra mánuði til að læra.“

Hálfleikssýning Apple Music Super Bowl LX fer fram 8. febrúar 2026 á Levi’s Stadium í Santa Clara í Kaliforníu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir ómaklegt að þrýsta á Samfylkinguna í máli rússnesku tvíburanna

Segir ómaklegt að þrýsta á Samfylkinguna í máli rússnesku tvíburanna
Fréttir
Í gær

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannýgur íkorni hefur sent tvær konur á spítala og ráðist á aðra þrjá – „Þetta er ekki brandari“

Mannýgur íkorni hefur sent tvær konur á spítala og ráðist á aðra þrjá – „Þetta er ekki brandari“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Afrískur konungur fjarlægður úr skógi í Skotlandi

Afrískur konungur fjarlægður úr skógi í Skotlandi