fbpx
Þriðjudagur 07.október 2025
Fréttir

Atvinnurekendur á Kársnesi gagnrýna harðlega fyrirhugaða legu Borgarlínu – Segja starfsemi sína setta í uppnám

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 7. október 2025 14:00

Tillaga að breyttu deiliskipulagi á Kársnesi, vegna Borgarlínu, mun að óbreyttu minnka lóð að Vesturvör 34 þar sem fyrirtækið GJ Travel geymir hópferðabifreiðar sínar. Mynd: Skjáskot/Já.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lóðarhafar og atvinnurekendur við Vesturvör á Kársnesi í Kópavogi gera alvarlegar arthugasemdir við tillögu að breyttu deiliskipulagi á svæðinu en hún snýst um að rýma til fyrir fyrirhugaðri legu Borgarlínu en lóðarhafar segja að með tillögunni verði lóðir þeirra minnkaðar töluvert og þrengt verulega að starfsemi þess atvinnureksturs sem þar er.

Athugasemdirnar voru ræddar á fundi skipulags og umhverfisráðs í gær og málinu svo vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Tillagan snýr að breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar fyrir Bakkabraut norðan Vesturvarar ásamt gatnamótum Bakkabrautar og Vesturvarar en auglýsingu á tillögunni er lokið. Samkvæmt fundargerð fundarins nær skipulagsbreytingin til þess gatnarýmis sem tengist fyrirhugaðri Borgarlínu og þeim samgöngumannvirkjum sem henni fylgja. Borgarlínustöð er staðsett við norðurmörk lóða Hafnarbrautar 27 og Vesturvarar 30. Lóðarmörk nærliggjandi lóða breytast og innviðum Borgarlínu er afmarkað 25 metra breitt bæjarland við stöðina.

Segir enn fremur í fundargerðinni að innan þessa svæðis sé reiknað með að komist fyrir göngu- og hjólastígar sitt hvoru megin, brautarpallar sitt hvoru megin og 7 metra breytt sérrými Borgarlínu. Nákvæm útfærsla stöðvar ákvarðisyst við verkhönnun Borgarlínu. Byggingarreitur sé afmarkaður yfir 67 lengdarmetra. Innan þess svæðis megi og skuli öll mannvirki og götugögn stöðvarinnar rísa. Þar með talið skýli, bekkir, tillibekkir, grindverk, handrið og pollar, hjólastæði, ruslastampar, upplýsingaskilti, auðkennismerki stöðvar, sértæk lýsing og rampar.

Skera af lóð

Í athugasemd lögmanns fasteignafélagsins B34, sem er eigandi lóðarinnar að Vesturvör 34, segir að lóðin og húsið sem á henni stendur séu sérstaklega hönnuð fyrir starfsemi Guðmundar Jónassonar ehf. (GJ Travel) sem sé þar með starfsemi. Sé um að
ræða rekstur ferðaþjónustu með hópferðabíla. Bílarnir þurfi því eðli máls samkvæmt mikið pláss á lóðinni.

Segir í athugasemdinni að samkvæmt deiliskipulagstillögunni eigi að minnka lóðina um 521 fermetra úr 7.739 fermetrum í 7.218. Svo illa vilji hins vegar til að skerðing lóðarinnar sé fyrirhuguð þar sem séu stæðin fyrir hópferðabílanna sem séu mjög langir eða allt að 15 metrar. Stæðin verði því ekki nýtt eins og áður sem kalli á gerbreytt skipulag á lóðinni. Að öðrum kosti sé nýting lóðarinnar í algerri upplausn og grundvelli kippt undan starfsemi GJ Travel. Þannig yrði t.d. ekki lengur hægt að leggja hópferðabílunum við austanverð lóðarmörkin þar sem bílarnir myndu ná allt of langt inn á lóðina. Þá yrði heldur ekki hægt að aka inn á lóðina frá Vesturvör að sunnanverðu.

Er lagt til að komið verði til móts við fyrirtækið með því að annaðhvort setja upp vegg á lóðarmörkum, í samræmi við meðalhófsreglu stjórnsýslulaga, færa innakstur að lóðinni og hafa hann að norðanverðu eða stækka lóðina til suðurs. Er þess vænst í athugasemdinni að Kópavogsbær muni koma til móts við fyrirtækið svo að starfsemi þess verði ekki raskað.

Vitlaus stærð

Önnur athugasemd barst frá lögmanni fasteignafyrirtækisins Blomstra sem á fasteignina að Vesturvör 30A. Kemur fram að fyrirtækið hafi bent Kópavogsbæ á að í tillögunni sé gefin upp röng stærð lóðarinnar að Vesturvör 30. Þar standi að lóðin sé 12.526 fermetrar en sé skráð í opinberum skrám 13.521 fermetri. Sú skerðing lóðarinnar sem tillagan kveði á um og þar með skerðing réttinda fyrirtækisins sé því ekki 696 fermetrar eins og komi fram í tillögunni heldur 1.695 fermetrar. Bærinn hafi staðfest þetta og sé þess krafist að tillagan verði lagfærð.

Segir í athugasemdinni að fyrirtækið hafi beðið um að borgarlínustöðin sem reisa á, samkvæmt tillögunni, verði færð 80 metrum norðar en það muni draga úr skerðingu á rétti fyrirtækisins og rétti annarra lóðarhafa að Vesturvör 30. Vill fyrirtækið meina að þessi tilfærsla tryggi betur tengingu við stofnstíg sem áætlaður sé meðfram sjónum.

Segir enn fremur að í fyrirliggjandi skipulagsgögnum komi ekki fram hvað skýri nauðsyn þess að taka svo stóran hluta lóðarinnar að Vesturvör 30 undir borgarlínu á þessu svæði og með þeim hætti sem gert sé. Skerðingin taki yfir fjölda bílastæða sem verði ónothæf sem hafi veruleg áhrif á framtíðarnýtingu, og fari mjög nærri byggingum, á sama tíma og landsvæði norðar, þar sem m.a. sé óráðstafað svæði, sé ekki nýtt. Slík tilfærsla muni auk þess ekki raska áformum um tengingar við stofnstíga. Þar sem málið sé á hönnunarstigi og ennþá eigi eftir að ákvarða nákvæma staðsetningu borgarlínustöðvar sé mikilvægt að lagt verði fullnægjandi mat á aðra valkosti sem skerði réttindi lóðarhafa að Vesturvör 30 minna en núverandi tillaga gangi út frá, með hliðsjón af meðalhófssjónarmiðum, og sé þess krafist að staðsetning borgarlínustöðvar og ný afmörkun lóðar verði endurskoðuð.

Segir að lokum í athugasemd Blomstra að sú breyting sem deiliskipulagstillagan kveði á um feli í sér veruleg áhrif á verðmæti fasteingnar þess og það verði ekki skert bótalaust.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úkraínumaður á Íslandi sagður hafa tekið þátt í að svindla á íslenskri konu

Úkraínumaður á Íslandi sagður hafa tekið þátt í að svindla á íslenskri konu
Fréttir
Í gær

Guðmundur saknar verðmæts gítars sem stolið var af heimilinu – „Fór fram og stend þá andspænis þjófnum“

Guðmundur saknar verðmæts gítars sem stolið var af heimilinu – „Fór fram og stend þá andspænis þjófnum“
Fréttir
Í gær

Meghan sökuð um „yfirgengilegt smekkleysi“ nærri staðnum þar sem Díana prinsessa lést

Meghan sökuð um „yfirgengilegt smekkleysi“ nærri staðnum þar sem Díana prinsessa lést
Fréttir
Í gær

Mannýgur íkorni hefur sent tvær konur á spítala og ráðist á aðra þrjá – „Þetta er ekki brandari“

Mannýgur íkorni hefur sent tvær konur á spítala og ráðist á aðra þrjá – „Þetta er ekki brandari“