fbpx
Mánudagur 06.október 2025
Fréttir

Segir Íslendinga of upptekna af djammi og kynjafræði til að hafa eitthvað fram að færa

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. október 2025 13:30

Rajan Parrikar segir að Íslendingar þurfi að leita meira inn á við, á vit vitsmunalegrar dýptar, en menntakerfið á öllum stigum liðki alls ekki fyrir því.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verkfræðingurinn Rajan Parrikar er frá Indlandi en hefur búið á Íslandi í þó nokkur ár. Í greina og pistlaskrifum hefur hann verið nokkuð gagnrýninn á íslenskt þjóðfélag. Í nýrri grein í Morgunblaðinu veltir Parrikar því fyrir sér af hverju hafi aldrei komið fram merkur íslenskur hugsuður sem mótað hafi heimsmenninguna. Telur hann skýringarnar ekki síst vera að finna í því að menntakerfið sé langt frá því að ýta undir mikla hugsun og að Íslendingar séu allt of uppteknir við að sletta úr klaufunum.

Parrikar segist gera sér grein fyrir að það sé ekki alltaf vel séð hjá þjóðum þegar útlendingar séu að benda á meinsemdir þeirra. Hann leyfi sér það hins vegar þar sem tengsl hans við Ísland séu djúpstæð, hann hafi dvalið hér í töluverðan tíma og hafi gagnrýnt heimaland sitt Indland með hreinskilnislegum hætti.

Parrikar spyr:

„Hvers vegna hefur Ísland nútímans, þrátt fyrir allar gjafir sínar, ekki alið af sér hugsuð sem mótað hefur heimsmenninguna? Engan huga sem hér fæddist og bar fram hugmyndir sem gengu inn í lífæð menningarinnar og breyttu stefnu hennar?“

Afrekin

Perrikar segir að Íslendingar hafi sent frá sér margt aðdáunarvert eins og Íslendingasögurnar, Eddukvæði og Passíusálmana en í þessum verkum sé kafað ofan í mannlega tilveru og þau séu djásn siðmenningar sem séu nú varðveitt í sameiginlegri menningarvitund heimsins. Hins vegar hafi þrátt fyrir þessi stórvirki skort á ákveðna vitsmunalega þróun:

„En þrátt fyrir dýpt sína kristallaðist þessi arfleifð ekki í samfellda rannsókn á tilverunni, merkingu eða þekkingu. Ísland ræktaði ekki eigin heimspekistefnu, ekkert heildstætt rökleiðslukerfi eða samfellda hugsun sem bera mætti saman við vedanta, stóuspeki eða taóisma. Innsýnin var á víð og dreif og skilningurinn aldrei fléttaður saman; engin rökleiðsla, engin díalektík eða frumspeki sem barst út fyrir landið.“

Perrikar segir Ísland hafa fært heiminum merka vísindamenn og listamenn en það sem fóstrað hafi sjálfa hugsunina sé allt innflutt á Íslandi. Hugmyndastraumar flæði alfarið utan frá en ekki frá Íslandi til umheimsins.

Engin afsökun

Perrikar segir að það sé ekki lengur afsökun fyrir þessu að Ísland sé svo fátækt. Ísland hafi raunar aldrei búið við jafn mikla menntun og auð. Fylgispekt einkenni hins vegar samfélagið og hér ríki meðalmennska. Fólk hér á landi flýi á náðir skemmtanalífsins:

„Tíðarandinn er gegnsýrður af truflun. Þessi útvalda kynslóð, lánsöm og studd af tækniframförum, hneigist að ofuráherslu á kynferði og nautnahyggju um helgar. Slík partí-hyggja er ekki skaðlaus útrás heldur flótti frá lögmálum tilverunnar.“

Perrikar segir þetta ástand endurspeglast í menntakerfinu sem snúist að miklu leyti um kennisetningar í kynjafræði og hugmyndafræði trans. Námið snúist frekar um innrætingu en að fást við hugmyndir.

Hann segir þetta ástand vera á öllum skólastigum:

„Háskóli Íslands sækist ekki lengur eftir því að móta hugsandi fólk. Skólinn býður nú upp á woke-frasa, sjálfsmyndarpólitík og slagorð framfaratrúaðra. Þeir Íslendingar sem skara fram úr í vísindum, listum eða atvinnulífi gera það jafnan utan landsins, þar sem þeir kafna ekki í sjálfsbælingu samfélagsins.“

Dýpt

Perrikar segir að kyrrðin, fámennið og náttúrufegurðin á Íslandi geri landið að tilvöldum stað til að íhuga:

„Hér býr mikil andagift en hún nær ekki að blómstra. Ég hef lengi verið sannfærður um að Íslendingar séu í eðli sínu djúplega andlegir. Samt hefur þjóðarandinn villst af leið, eins og ráðvilltur unglingur.“

Hvetur hann Íslending sem skilji þjóðarsálina niður í dýpstu rætur til að gera nákvæma greiningu á þessu ástandi:

„Það sem hrjáir Ísland er ekki skortur á hæfileikum heldur það að stanslaust er grafið undan vitsmunalegri og andlegri dýpt.“

Grein Perrikar í heild sinni er hægt að nálgast í Morgunblaðinu í dag.

Greinin hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum en meðal þeirra sem tjá sig um hana er Stefán Jón Hafstein stjórnarformaður RÚV:

„Snilld. Nóg fóður í móðganir.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rúnar Hroði þakklátur – „Þið björguðuð lífi mínu alveg klárlega“

Rúnar Hroði þakklátur – „Þið björguðuð lífi mínu alveg klárlega“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Meghan sökuð um „yfirgengilegt smekkleysi“ nærri staðnum þar sem Díana prinsessa lést

Meghan sökuð um „yfirgengilegt smekkleysi“ nærri staðnum þar sem Díana prinsessa lést
Fréttir
Í gær

Segja Ísraela hafa misþyrmt og niðurlægt Gretu Thunberg

Segja Ísraela hafa misþyrmt og niðurlægt Gretu Thunberg
Fréttir
Í gær

Vísindamenn spenntir – gæti líf fundist á tungli Satúrnusar?

Vísindamenn spenntir – gæti líf fundist á tungli Satúrnusar?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir P. Diddy

Dómur kveðinn upp yfir P. Diddy
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að skuggaskip Rússa geti tengst níu drónaárásum í Evrópu

Telja að skuggaskip Rússa geti tengst níu drónaárásum í Evrópu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“