Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ákveðið að senda 300 bandaríska þjóðvarðarliða til Chicago-borgar til að tryggja innviði og vernda alríkislögreglumenn. Ákvörðunin var tekin eftir að alríkislögreglumaður skaut ökumann, sem sagður var vopnaður, í gærkvöldi. Á sama tíma stóð dómari í vegi fyrir því að þjóðvarðarliðar yrðu sendir inn í Portland, sem er önnur borg sem stýrð er af demókrötum og er forsetanum afar hugleikin. Hefur Trump sagt að Portlandborg sé stríðshrjáð og allt að því stjórnlaus en áðurnefndur dómari, Karin Immergut, sagði í úrskurði sínum í gær að fullyrðingar forsetans væru úr lausu loft gripnar.
Trump hefur vikum saman hótað því að beita þjóðvarðarliðinu í borgum eins og Chicago, Portland og New Orleans sem lið í því að berjast gegn ólöglegum innflytjendum og ná tökum á stjórnlausum glæpum, að hans sögn, sem eiga að herja á borgi. Gangrýnendur forsetans hafa sagt beitingu þjóðvarðarliðsins vera liður í því að Trump sé að reyna að ná alræðisvaldi í Bandaríkjunum og sá fræjum ótta.
Fyrr á árinu var þjóðvarðarliðinu beitt í Washington og Los Angeles með góðum árangri að sögn Trump og talsmanna hans.