fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fréttir

Gjaldþrota en þarf samt að borga námslánið

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 31. október 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður sem úrskurðaður var gjaldþrota þurfi þrátt fyrir það að standa skil á skuldum sínum við Menntasjóð námsmanna.

Maðurinn hafði verið dæmdur í héraðsdómi til að greiða sjóðnum um fjórar milljónir króna auk dráttarvaxta.

Maðurinn tók námslán hjá sjóðnum sem þá hét Lánasjóður íslenskra námsman árið 2007. Lánið var gjaldfellt í október 2022 vegna vanskila. Að  beiðni mannsins var bú hans tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði héraðsdóms árið 2023 og lauk skiptum á búinu síðar sama ár án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur. Sjóðurinn höfðaði síðan mál á hendur manninum til að fá lánið endurgreitt.

Í dómi Landsréttar kemur fram að samkvæmt lögum um Menntasjóð frá 2020 og skuldabréfi umrædds láns komi fram að ákvæði laga um gjaldþrotaskipti um lengd fyrningarfrests og sérreglur laganna um slit fyrningar gildi ekki um námslán.

Ójafnræði

Vildi maðurinn meina að þetta ákvæði bryti gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og Mannréttindasáttmála Evrópu, þar sem í því fælist mismunun milli skuldara sem orðið hefðu gjaldþrota.

Í dómi Landsréttar segir hins vegar að hlutlæg og málefnaleg sjónarmið búi að baki þeirri  ákvörðun löggjafans að námslán séu undanskilin þessum reglum um lengd fyrningarfrests og slit fyrningar. Vísar rétturinn þá meðal annars til þess að þegar ný lög um sjóðinn tóku gildi 2020 hafi markmiðið með þeim verið að námsaðstoð ríkisins yrði gegnsærri, staða þeirra námsmanna sem þyrftu á frekari styrkjum að halda sökum félagslegra aðstæðna yrði efld og aukið jafnræði yrði meðal námsmanna. Eins og héraðsdómur hafi bent á hafi í þessu nýja kerfi ólíkt hinu gamla verið gert ráð fyrir að afborganir námslána ásamt föstu vaxtaálagi myndi standa að fullu undir lánveitingum sem Menntasjóður myndi veita.

Landsréttur bætir síðan við að með lögum sé mögulegt að breyta fyrningartíma kröfu frá því sem gilti við stofnun hennar og felist jafnframt í því svigrúm til að setja nýjar reglur um hvernig og með hvaða skilyrðum fyrningu kröfunnar yrði slitið. Eðli málsins samkvæmt hefði löggjafinn þá einnig svigrúm til þess að hverfa síðar frá slíkum breytingum þótt með því væri horfið frá þeirri réttarstöðu sem áður hafi verið komið á.

Á þessum forsendum var dómur héraðsdóms staðfestur og manninum ber því að endurgreiða námslánið þrátt fyrir gjaldþrotaskiptin. Hvort hann eigi eftir að gera það og sé yfirhöfuð fær um það er önnur saga en eins og DV hefur greint frá hefur Menntasjóður námsmanna þurft að afskrifa 870 milljónir króna á síðustu fimm árum vegna gjaldþrota lánþega.

Menntasjóður námsmanna glatað hátt í milljarði vegna gjaldþrota lántaka

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Stöðvaður með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni

Stöðvaður með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni
Fréttir
Í gær

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp
Fréttir
Í gær

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag
Fréttir
Í gær

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“