fbpx
Föstudagur 03.október 2025
Fréttir

Úrval Útsýn svarar kalli um björgunarfargjöld

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. október 2025 13:30

Þórunn Reynisdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn hefur ákveðið að svara kalli stjórnvalda um björgunarfargjöld fyrir farþega í vanda eftir fall Play. Frá því að staðan kom upp hefur ferðaskrifstofan aðstoðað fjölda þarþega en bæta nú við enn fleiri sætum.

Mbl.is greindi frá því í gær að flugfélög hefðu ekki getað orðið við kalli yfirvalda um aðstoð við að koma farþegum heim á viðráðanlegu verði.

Bent var á það í fréttinni að tuttugu flugfélög væru með áætlunarflug til og frá Íslandi um þessar mundir en ekkert þeirra brást við beiðninni.

Í tilkynningu sem Úrval Útsýn sendi frá sér kemur fram að ferðaskrifstofan hafi nú sett til hliðar 200 sæti í viðbót á sérstöku verði, sem nýtast þeim sem eru á Kanaríeyjum og Madeira. Þessi flug taka á loft á morgun og næstu sólarhringum og koma því til gagns strax.

„Við finnum til samkenndar með fólkinu sem er í þessum aðstæðum og höfum frá því að staðan kom upp nýtt alla umframgetu okkur og höfum unnið að þessu hörðum höndum. Með þessum auka sætafjölda sem við erum að bæta við núa á sérkjörum erum við að gera það sem við getum – hratt, örugglega og af heilindum“ segir Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Úrval Útsýnar, í tilkynningunni fyrirtækisins.

4 okt TFS til KEF
5 okt ALC til KEF
7 okt ALC til KEF
8 okt TFS til KEF
9 okt TFS til KEF

Flugin og upplýsingar um þau eru á vef https://uu.is/flug/ þar erum öll flug í boði og þau sem bætast við á næstunni er um leið sett inn á vefinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“

Telur leigjendur á Íslandi vantalda um 75.000 – „Það er nú svolítið mikil skekkja.“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl

Nýtt úthverfi sem útilokar möguleika 62% heimila á að eiga bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Danir ætla að kjósa með því að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision – Keppnin eigi að vera ópólitísk

Danir ætla að kjósa með því að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision – Keppnin eigi að vera ópólitísk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leynd ríkir um fjármögnun maltneska dótturfélags Play – „You can take that to the bank“

Leynd ríkir um fjármögnun maltneska dótturfélags Play – „You can take that to the bank“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri Snær svarar Stefáni Einari fullum hálsi: „Stefán Einar hefði mátt gefa sér betri tíma til að kynna sér málefnið“

Andri Snær svarar Stefáni Einari fullum hálsi: „Stefán Einar hefði mátt gefa sér betri tíma til að kynna sér málefnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ertu ekki búin að fá barnabætur í dag? – Þetta er ástæðan

Ertu ekki búin að fá barnabætur í dag? – Þetta er ástæðan