fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Dómur kveðinn upp yfir P. Diddy

Ritstjórn DV
Föstudaginn 3. október 2025 21:18

Sean Combs einnig þekktur sem P. Diddy.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn, útgefandinn og athafnamaðurinn Sean Combs sem áður var kallaður Puff Daddy en síðan P. Diddy hefur verið dæmdur í fangelsi í 4 ár og 2 mánuði.

Dómurinn var kveðinn upp fyrir dómi í New York nú í kvöld en kviðdómur hafði áður sakfellt Diddy fyrir að flytja bæði konur og karla yfir ríkjamörk til vændiskaupenda.

Hann var hins vegar sýknaður af ákærum fyrir meðal annars skipulagða glæpastarfsemi og mansal.

Diddy og verjendur hans reyndu mjög að sannfæra dómarann um að hafa dóminn sem stystan en fyrir þau brot sem hann var sakfelldur fyrir lá að hámarki 10 ára fangelsisdómur. Diddy hefur verið í haldi í 14 mánuði og vonaðist til að hljóta ekki hærri dóm en það svo hann yrði látinn laus strax. Hann segist breyttur maður og er sagður hafa verið fyrirmyndarfangi.

Cassie Ventura sem var kærasta Diddy á árunum 2007 til 2018 segir hins vegar dóminn ekki milda það áfall sem hún varð fyrir á meðan sambandinu stóð en hann beitti hana margsinnis ofbeldi en upptaka af einu slíku atviki náðist á upptöku öryggismyndavélar og var síðar sýnt í sjónvarpi. Hún sakaði hann líka um að selja hanq mansali með því að flytja hana gegn hennar vilja til vændiskaupenda. Diddy samþykkti að borga henni bætur en Ventura segir að hún muni halda áfram á leið sinni til bata.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Strætó ók á rútu við Fjörð

Strætó ók á rútu við Fjörð
Fréttir
Í gær

Segir flugöryggi ógnað

Segir flugöryggi ógnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill