fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 28. október 2025 10:25

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur hjá Bliku segir úrkomuákefðina sem nú gengur yfir óvenjulega. Staðan verði slæm á Reykjanesbraut.

„Þetta er að teiknast upp á verri veg á Suðurnesjum! Og snjódýptin er líka þegar óvenjuleg í Reykjavík svo snemma vetrar,“ segir Einar í færslu á samfélagsmiðlum.

Samkvæmt nýjasta spákorti frá Veðurstofunni sem gildi til 16:00 verði mikili úrkomuákefð á Suðurnesjum og þar með á Reykjanesbraut.

„Verst er að þetta verðu mjög líklega áfram snjókoma í hita nærri 0°C. Á Reykjanesbrautinni verður skyggnið frá því upp úr hádegi og fram á kvöld samkvæmt þessu varla meira en 100 -200 metrar,“ segir Einar. „Og þó hægur vindur. Nær eingöngu vegna þéttra ofandrífunnar.“

Spárit Keflavíkurflugvallar geri ráð fyrir 50 millimetra úrkomu frá 12:00 til miðnættis. Annað spákort sýni 50 til 75 millimetra uppsafnaða úrkomu frá 9:00 til miðnættis.

„Þetta þykir mikil ákefð á þessum stað og óvenjuleg ! Ekki síst þegar horft er til þess að þetta er ekki rigning samfara hærri hita en nú,“ segir Einar. „Í framhjáhlaupi má geta þess að mæling snjódýptar nú kl. 9 í morgun við Veðurstofuna sýndi 27 sm! Líklega er það mesta mælda snjódýpt í Reykjavík í október!!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Foreldrar varaðir við – Reynt að lokka börn upp í bíl á Völlunum

Foreldrar varaðir við – Reynt að lokka börn upp í bíl á Völlunum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

„Virðist það vera samþykkt að hinu opinbera heilbrigðiskerfi megi einfaldlega blæða út“

„Virðist það vera samþykkt að hinu opinbera heilbrigðiskerfi megi einfaldlega blæða út“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ingunn Margrét tekur við sem framkvæmdastjóri Sólar ehf.

Ingunn Margrét tekur við sem framkvæmdastjóri Sólar ehf.
Fréttir
Í gær

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“

Gagnrýna lögregluna fyrir að færa lögreglumenn grunaða um brot í starfi á milli embætta – „Í raun dregið undan trausti til lögreglunnar“
Fréttir
Í gær

Kári gerir upp covid tímann – „Ég er býsna ánægður með heildarútkomuna“

Kári gerir upp covid tímann – „Ég er býsna ánægður með heildarútkomuna“
Fréttir
Í gær

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?

Siggi Stormur varpar ljósi á veðurspána á morgun – Fer allt á kaf á höfuðborgarsvæðinu?