fbpx
Föstudagur 24.október 2025
Fréttir

Engin þjóðarvá vegna bilunarinnar í Norðuráli – „Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 24. október 2025 18:00

Egill, Þröstur og Marinó leggja orð í belg.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bilunin hjá Norðuráli hefur vakið upp umræðu um hvort að ríkið þurfi að bregðast við í ljósi hugsanlega uppsagna og tapara gjaldeyristekna. Bent er hins vegar á að nýlega hafi fallið flugfélag og þá hafi engum dottið í hug að ríkið þyrfti að koma til bjargar. Engin þjóðarvá stafi af bilun Norðuráls.

Mismunun í atvinnulífinu

Marinó G. Njálsson, samfélagsrýnir og ráðgjafi, bendir á mismunun í umræðu um atvinnugreinar. Sumir stjórnmálamenn tali nú um að bregast þurfi við biluninni á Grundartanga en engum hafi dottið í hug að ríkið ætti að koma Play til bjargar.

„Bilun varð hjá álverinu á Grundartanga. Sorgleg staða, en svona hlutir gerast. Spáð er stoppi í tveimur skálum af þremur í einhverja mánuði, en vonandi verður þetta stopp styttra,“ segir Marinó í færslu á samfélagsmiðlum sem vakið hefur mikla athygli.

„Háværar raddir eru á Alþingi um að ríkisstjórnin geri eitthvað. Færð eru rök fyrir því, að mikil verðmæti séu að glatast í formi útflutningstekna. Ekki ætla ég að gera lítið úr því að eitthvað tap verður,“ segir Marinó en minnir á tvo nýlega atburði. „Fyrir einhverjum vikum og áður sex og hálfu ári, þá fóru flugfélög í gjaldþrot. Gjaldeyristekjur vegna hvorutveggja þessara flugfélaga voru meiri og annars mun meiri, en þær tekjur sem hér um ræðir vegna áfallsins hjá Norðuráli. Og að ég tali nú ekki um störfin sem glötuðust. Ekki man ég eftir því, að ríkisstjórnir hafi átt að grípa inn í. Tveir fjármálaráðherrar töldu það ekki hlutverk ríkisins að bjarga einkahlutafélögum.“

400 manns hafi misst vinnuna á Suðurnesjum vegna falls Play en ekki var blásið til umræðu á Alþingi um að bjarga þyrfti flugfélaginu.

„Litið var nánast á fall WOW sem það hafi verið af hinu góða. Skúli Mogensen var sagður hafa verið óábyrgur í sínum rekstri og óttalegur kúreki. Gjaldeyristekjurnar sem hurfu með WOW voru mun meiri en Norðurál skapar á einu ári og jafnvel tveimur,“ segir Marinó. „Ég vona að Norðurál nái að vinna úr sínum málum, en get ekki séð að það sé hlutverk stjórnvalda að grípa inn í rekstur alþjóðlegs einkafyrirtækis. Eigendurnir verða að ráða fram úr þeim vanda. Sömu reglur eiga að gilda um rekstur WOW, Play og Norðuráls, þegar kemur að inngripi stjórnvalda.“

Engin þjóðarvá

Annar sem tekur til máls er hagfræðingurinn Þröstur Ólafsson. Hann tekur einnig í sama streng.

„Varla get ég sagt að mér hafi komið viðbrögð talsmanna flokkanna lengst til hægri á óvart, þegar þeir fengu kærkomið tækifæri til að tjá sig um Norðuráls málið. Það matti halda að þjóðarvá stæði fyrir dyrum,“ segir Þröstur. „Nú skyldi ríkisstjórnin koma til og hjálpa vesalins álverinu.“

Svipaður tónn hafi komið frá verkalýðsforingjanum, segir Þröstur og vísar þá til Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness og SGS.

Sjá einnig:

Lýsir yfir miklum áhyggjum vegna bilunarinnar hjá Norðuráli – Þurfum að búa okkur undir það versta

„Af fréttum að dæma hafði þó engum starfsmanni verið sagt upp. Ekki virtist standa til að loka varanlega þeim hluta starfseminnar sem bilaði. Fenginn yrði nýr varahlutur. Talsmaður Norðuráls sagði tryggingarnar borga tjón fyrirtækisins. Þó var talsmaður iðnaðarsamtakanna dökkur í tón og myrkur í orðum. Vildi fá vaxtalækkun strax,“ segir Þröstur.  „Eins og það myndi hjálpa Norðuráli, sem greinilega er tjónlaus.. Þeir taka ekki innlend lán. Eru eins og flest af stærri fyrirtækjum landsins á erlendum lánamörkuðum.“

Bendir hann á orð Jóns Gunnarssonar, fulltrúa Sjálfstæðisflokks í atvinnuveganefnd, sem hafi haft miklar áhyggjur af gjaldeyrisþurrð þjóðarinnar.

„Af einhverju þurfti hann að hafa áhyggjur. Stóriðja hérlendis skilar afar litlum nettó gjaldeyri til þjóðarbúsins, því hráefnið sem þeir vinna úr, og afborganir eigin lána, jafna gjaldeyristekjurnar nánast út. Það sem á vantar er laun starfsmanna. Við getum alveg andað léttar. Af rafmagnsbilun hjá Norðuáli stafar engin þjóðarvá,“ segir Þröstur.

Endalaust væl

Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason leggur einnig orð í belg. Eftir bilunina á Grundartanga hafi vælukór hagsmunasamtaka farið í gang.

„Umræðan um bilunina á Grundartanga staðfestir það sem maður hefur haft ávæning af en kemur nú berlega í ljós – hversu hagsmunasamtök á Íslandi væla mikið. Þetta á við um þau flest – Samtök iðnaðarins, Samtök atvinnulífsins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar o.s.frv.,“ segir Egill. „Það er voða sjaldan að maður heyrir eitthvað jákvætt eða uppbyggilegt úr þessari átt. Vælið er nánast eins og ósjálfrátt viðbragð við umhverfinu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Elín segir að þöggun og hroki hafi mætt sér frá Ölmu Möller og félögum: „Þetta var sárt, niðurlægjandi og í raun sorglegt“

Elín segir að þöggun og hroki hafi mætt sér frá Ölmu Möller og félögum: „Þetta var sárt, niðurlægjandi og í raun sorglegt“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi

13% telja að það halli á karla þegar kemur að jafnrétti í íslensku samfélagi
Fréttir
Í gær

SVEIT segir vinnubrögð sýslumanns óásættanleg og skaðleg

SVEIT segir vinnubrögð sýslumanns óásættanleg og skaðleg
Fréttir
Í gær

„Fáránleg umræða í veruleika þar sem börn eru einum smelli frá grófu klámi“

„Fáránleg umræða í veruleika þar sem börn eru einum smelli frá grófu klámi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“

Eva Margrét opnar sig um dónaskapinn og baktalið síðan hún var kjörin í sveitarstjórn – „Ég var ekki vör við að ég ætti marga óvini fyrir vorið 2022“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir 16 ára drengs: „Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama“

Móðir 16 ára drengs: „Afríka greip hann meðan Íslandi var slétt sama“