Kvikmyndasafn Íslands hefur birt myndband sem var tekið af afgreiðslustörfum á óþekktum stað í Reykjavík árið 1948. Um er að ræða svipmyndir úr seinni hluta kvikmyndar Óskars Gíslasonar; Reykjavík vorra daga, sem var frumsýnd í Tjarnarbíó árið 1948.
Fyrir daga alnetsins sótti fólk sér alla almenna þjónustu á afgreiðslustaði og í útibú stofnana og fyrirtækja og þurfti að gera sér sérstakar ferðir um bæinn til að sinna erindum sínum. Það var því iðulega mikið að gera og líf við afgreiðslu sem í dag má leysa á nokkrum sekúndum án þess að þurfa að standa upp úr sófanum. Hér má sjá myndbrot af afgreiðslustörfum á óþekktum stað í borginni árið 1948.
Myndskeiðið er úr síðari hluta myndar Óskars Gíslasonar, Reykjavík vorra daga, sem kom út árið 1948. Fyrri hluti myndarinnar kom út ári áður og saman gáfu myndirnar einstaka mynd af lífinu í Reykjavík um miðjan fimmta áratuginn. Báðir hlutar myndarinnar eru aðgengilegir á Íslandi á filmu og telja samtals um þrjár klukkustundir í sýningu.
Um seinni hlutann sagði í Morgunblaðinu 3. Október árið 1948, degi eftir frumsýningu:
„Í gær fór fram frumsýning á kvikmynd Óskars Gíslasonar Ijósmyndara, „Reykjavík vorra daga — Síðari hluti“. í Tjarnarbíó. Eru þetta, eins og fyrri hluti myndarinnar, svipmyndír úr bæjarlífinu. Komið víða við. — Þarna eru myndir af götulífinu í Reykjavík að vetrarlagi, myndir frá verslunum í , jólaösinni“, myndir úr barnaskólum bæjarins, jólaskemtunum barna, borgarstjóraksrifstofunum, síldveiðum í fyrravetur og ótal mörgu fleira. Myndin er tekin í litum, en skýringar fylgja á stálþræði og er Ævar Kvaran leikari, þulur. Það er auðsjeð, að Óskar Gíslason hefur lagt mikið verk í töku þessarar kvikmyndar. Hann mun nú hafa í hyggju að sýna hana bæjarbúum á næstunni.“
Horfa má á báða hlutana á vef Kvikmyndasafns Íslands.