fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Bókakaffi með glæpaívafi

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. október 2025 08:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mánudaginn 20. október ætla Arndís Þórarinsdóttir og Nanna Rögnvaldardóttir að kíkja í heimsókn á Borgarbókasafnið Árbæ og ræða saman um glæpasögurnar Morð og messufall og Mín er hefndin.
Mín er hefndin er framhald bókar Nönnu Þegar sannleikurin sefur, sem kom út í fyrra. Arndís Þórarinsdóttir sendi fyrr á árinu út sína fyrstu glæpasögu, Morð og messufall. Bókina skrifaði Arndís í félagi við Huldu Sigrúnu Bjarnadóttur en þetta er þriðja bókin sem þær skrifa saman. Sagan gerist í nútímanum og fjallar um rannsókn á morði í kirkju í Grafarvoginum ólíkt bók Nönnu sem flytur okkur aftur til morðmáls á 18. öld.
Nanna og Arndís gefa einnig báðar út bækur fyrir börn og ungmenni í haust og munu þær einnig ræða um hvernig er að skrifa fyrir ólíkan aldur og hvernig farið er að því að gefa út ekki bara eina heldur tvær bækur á einu ári!
Viðburðurinn er hluti af dagskránni Glæpafár á Íslandi sem haldin er í samstarfi við Hið íslenska glæpafélag, sem fagnar 25 ára afmæli í ár.
Bókakaffi með glæpaívafi hefst kl. 16:30.
Öll velkomin og aðgangur er ókeypis.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið

Eigendur einbýlishúsa óánægðastir með gæludýrafrumvarpið
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Í gær

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur

Segja stefna í óefni vegna vankunnáttu eldri borgara á tölvur
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum

Helga ósátt við Bílastæðasjóð – Fær bílastæðasektir þrátt fyrir P-merki í bílglugganum
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin