fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Bíræfinn þjófur rekinn úr starfi hjá Nettó

Ritstjórn DV
Mánudaginn 20. október 2025 11:36

Ísafjörður. Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starfsmanni Nettó á Ísafirði hefur verið sagt upp störfum vegna ítrekaðs þjófnaðar úr versluninni. Hafði hann bætt þýfinu á reikninga viðskiptavina en aðallega virðist hafa verið um að ræða sígarettur. Verslunarstjórinn var einnig rekinn.

RÚV greinir frá málinu. Segir í fréttinni að maðurinn hafi framið þessa þjófnaði sína frá því í júní og fram í miðjan október. Er talið að hann hafi gert þetta um 40 sinnum á hverjum mánuði. Maðurinn mun hafa fest strikamerki af sígarettupakka á hönd sína og skannað það þegar hann var að skanna vörur á afgreiðslukassa, sem viðskiptavinir voru að kaupa.

Mun málið hafa loks komist í hámæli þegar viðskiptavinur sem varð fyrir þessu uppgötvaði hvað maðurinn hafði gert og greindi frá því á samfélagsmiðlum. Samstarfsfólk mannsins vissi hins vegar af athæfi hans og varaði hann margsinnis við en hann hætti þessu aðeins tímabundið.

Verslunarstjóri Nettó á Ísafirði vissi einnig af þjófnuðum mannsins en vildi upphaflega láta málið kyrrt liggja. Honum hefur einnig verið sagt upp störfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“

„Íslendingar þurfa aðeins að fara að hysja upp um sig buxurnar hvað varðar mannasiði“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Í gær

Segir síðasta verkfall flugumferðarstjóra hafa kostað Icelandair 700 milljónir króna

Segir síðasta verkfall flugumferðarstjóra hafa kostað Icelandair 700 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þroskaþjálfa á Sólheimum sagt fyrirvaralaust upp störfum – „Bara refsing fyrir að tjá sig“

Þroskaþjálfa á Sólheimum sagt fyrirvaralaust upp störfum – „Bara refsing fyrir að tjá sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni

Ruddist inn í íbúð og læsti sig inni á salerni