Listaverkið sem um ræðir, Still Life With Guitar, er metið á um 85 milljónir króna.
Verkið var eitt af mörgum listaverkum sem átti að sýna á listasýningu í borginni Granada og komu öll verkin úr einkasöfnum.
Listaverkið, ásamt fjölmörgum öðrum, var flutt frá höfuðborginni Madrid með sendibíl um 400 kílómetra leið til Granada.
Bíllinn kom til Granada að morgni 3. október og þegar hann var affermaður kom í ljós að verkið var horfið. Flutningabíllinn stöðvaði einu sinni á leið sinni og rannsakar lögregla nú hvort verkið hafi verið tekið úr bílnum þar.
Hinn spænski Pablo Picasso er almennt talinn einn áhrifamesti og frægasti myndlistarmaður 20. aldarinnar, en hann lést árið 1973, 91 árs að aldri.