fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Barnsmóðir Quang Le úrskurðuð í farbann fram á næsta ár – Segja líkur á að hún reyni að komast úr landi eða leynast

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 16. október 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sambýliskona og barnsmóðir víetnamska athafnamannsins Quang Le hefur verið úrskurðuð í áframhaldandi farbann fram til föstudagsins 23. janúar 2026.

Konan sætti gæsluvarðhaldi frá 6. mars 2024 til 13. júní sama ár en var þá úrskurðuð í farbann sem nú hefur verið framlengt. Mál Quan Le, sem um tíma hét Davíð Viðarsson, er velþekkt en hann var handtekinn þann 5. mars 2024 vegna gruns um peningaþvætti og skipulagða brotastarfsemi.

Quang Le hefur ítrekað neitað sök. Sjá einnig:

Davíð Viðarsson lýsir yfir sakleysi og sakar ASÍ um samsæri gegn sér – „Ég var ringlaður og skildi ekk­ert af hverju ég var hand­tek­inn“

Málið er rakið í úrskurði Héraðsdóms sem Landsréttur hefur staðfest. Eru þar sérstaklega tíunduð brot sem Quang Le er grunaður um en ekki gerð sérstaklega grein fyrir hlutdeild sambýliskonunnar. Kemur þar meðal annars fram að starfsmenn á veitingastöðum Quang Le hafi selt aleigu sína til að komast til Íslands. Þeir hafi þurft að greiða honum um 8 milljónir króna til að hann útvegaði þeim dvalar- og atvinnuleyfi, sem og atvinnu. Grunur er um að fólkið hafi aðeins fengið greiddar 250 þúsund krónur í mánaðarlaun þó að skráð laun hafi verið 420 þúsund krónur, en þau hafi greitt Quang Le mismuninn. Þá lýsti starfsfólkið því að það ynni að meðaltali 12 klukkustundir á dag, 6-7 daga vikunnar, allan ársins hring, án möguleika á sumarfríi.

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu krefst framlengingar á farbanni konunnar á grundvelli þess að hún sé grunuð um brot sem fangelsisrefsing liggur við, hætta sé á að hún reyni að komast úr landi, eða leynast, enda hafi hún sterk tengsl við Víetnam. Það geti spillt fyrir rannsókn og meðferð málsins  ef ekki er unnt að tryggja nærveru hennar á landinu enda þurfi að taka fleiri en eina skýrslu af henni áður en rannsókn lýkur. Ennfremur segir:

„Þann 30. júlí sl. bárust lögreglu þýðingar á samskiptum úr síma varnaraðila og mágs hennar, sem jafnframt hefur réttarstöðu sakborninga í málinu. Ná þýðingarnar yfir hundruði blaðsíðna og vinnur lögregla nú að því að greina sönnunargögn í málinu frá öðrum gögnum sem og að undirbúa áframhaldandi rannsóknaraðgerðir á grundvelli gagnanna.“

Segir jafnframt að nokkuð langt sé í að rannsókn málsins ljúki en eins og fyrr segir var fólkið fyrst handtekið í mars árið 2024.

Þá segir í úrskurðinum að málið eigi sér enga hliðstæðu hér á landi og það lúti að sakargiftum sem geti varðað allt að 12 ára fangelsi. Grunur leiki á að fjöldi einstaklinga í viðkvæmri stöðu hafi verið blekktir til að flytja búferlum frá Víetnam til Íslands og verið hagnýttir hér í langan tíma í nauðungarvinnu.

Úrskurðinn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Dóttir Katrínar Tönju og Brooks fædd

Dóttir Katrínar Tönju og Brooks fædd
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Flosi afar svartsýnn eftir komu á Landspítalann – „Þá tók ég stjórnina“

Flosi afar svartsýnn eftir komu á Landspítalann – „Þá tók ég stjórnina“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

„Á meðan kerfið sér „hættu” þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu“

„Á meðan kerfið sér „hættu” þá sé ég bara manneskju sem er að reyna að lifa einn dag í einu“