fbpx
Miðvikudagur 01.október 2025
Fréttir

Danir ætla að kjósa með því að Ísrael fái að taka þátt í Eurovision – Keppnin eigi að vera ópólitísk

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 1. október 2025 13:30

Gustav Lützhøft, aðalritstjóri DR, gaf út tilkynninguna. Skjáskot/Youtube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska ríkissjónvarpið DR ætlar að styðja við þátttöku Ísraels í Eurovision. Telur sjónvarpsstöðin að keppnin eigi ekki að vera pólitísk.

„DR styður Eurovison söngvakeppnina sem evrópskan menningarviðburð sem hefur þjappað þjóðum saman í gegnum tónlist síðan árið 1956. Við munum ekki kjósa með því að vísa neinum meðlimum EBU úr keppninni svo lengi sem þeir fylgja lögum og reglum,“ segir í tilkynningu sem Gustav Lützhøft, aðalritstjóri DR, gaf út. Var það staðfest að Danir myndu ekki kjósa með því að vísa Ísraelum úr keppninni vegna stríðsins á Gaza.

Fyrir viku síðan var greint frá því að EBU hefði ákveðið að láta meðlimi kjósa í nóvember næstkomandi um hvort Ísrael fái að keppa í Eurovision í Vínarborg í vor. Nokkrar þjóðir, það er Íslendingar, Spánverjar, Slóvenar, Írar og Hollendingar, hafa hótað að draga sig úr keppninni ef Ísrael fær að vera með. Talið er að fleiri þjóðir séu mótfallnar þátttöku Ísrael. Meðal annars Pólverjar og Finnar.

Sjá einnig:

Þýskur ráðherra húðskammar Íslendinga og aðrar sniðgönguþjóðir í Eurovision – „Breytir hátíð umburðarlyndis í réttarhöld“

Danir, það er DR, hafa nú tekið sér stöðu með Ísraelsmönnum fyrir atkvæðagreiðsluna en búist er við því að Þjóðverjar, Austurríkismenn, Svisslendingar og Ítalir geri það einnig. Í tilkynningu ítrekar Lützhøft einnig að vera Dana í keppninni byggi á samheldni Evrópu og að keppnin sé ópólitísk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Bylgjunni þegar Stefán Einar og Margrét tókust á – „Þú ert ekki að stjórna þessum þætti, Stefán Einar“

Sauð upp úr á Bylgjunni þegar Stefán Einar og Margrét tókust á – „Þú ert ekki að stjórna þessum þætti, Stefán Einar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar segir unnið að því að koma áhöfnum fimm véla heim – Vinnumálastofnun býr sig undir stóra tilkynningu

Einar segir unnið að því að koma áhöfnum fimm véla heim – Vinnumálastofnun býr sig undir stóra tilkynningu