fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Bandarískir Costco viðskiptavinir öfundsjúkir út í þá íslensku út af þessu – „Þetta lítur út fyrir að vera ljúffengt“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 1. október 2025 17:30

Matsalurinn í Costco á Íslandi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir viðskiptavinir stórverslunarinnar Costco koma við í matsalnum til að gæða sér á pylsu eða pizzu sneið eftir stóran verslunarleiðangur. Þykir mörgum það ómissandi partur af ferðinni. En Þó að Costco verslanir séu langtum fleiri í Bandaríkjunum en á Íslandi er einn hlutur sem þeir vestra öfunda okkur af. Það er gelató ísinn í vöfflu sem einungis er seldur í Garðabænum.

Fjallað er um málið á miðlinum Chowhound. Í Bandaríkjunum eru meira en 600 Costco verslanir og í þeim er vissulega hægt að fá ís. En aðeins venjulegan mjúkan rjómaís. Ekki gelató í vöffluformi eins og hér.

„Ein Costco verslun er á Íslandi í bæ sem kallast Garðabær, nálægt höfuðborginni Reykjavík og stuttan spöl frá alþjóðaflugvellinum í Keflavík. Ef þú ert að fljúga þangað gæti verið þess virði að stoppa í versluninni og grípa gelató og annan mat sem er í boði í matsalnum, og jafn vel fylla á byrgðirnar áður en þú ferð í gönguferðir, skoðar jökla, eltir norðurljósin eða hvað sem þú ætlar þér að gera í þessu fallega landi,“ segir í greininni.

Nefnt er að í boði séu fjórar tegundir af gelató ís, það er súkkulaði, mintusúkkulaði spænir, stracciatella og amarena kirsuber. Í umræðuþræði á samfélagsmiðlinum Reddit nefndu margir stracciatella sem þann besta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“