Mikill meirihluti landsmanna er á móti þátttöku Íslands í Eurovosion ef Ísrael verður leyft að taka þátt. Afstaða kjósenda Sjálfstæðismanna og Miðflokksmanna er hins vegar á annan veg.
Þetta kemur fram í nýjum Þjóðarpúls Gallup þar sem spurt var um afstöðu til þátttöku Íslands í Eurovision.
58 prósent sögðust vera almennt hlynnt þátttöku Íslands í keppninni en ekki ef Ísrael verður leyft að taka þátt. Eins og komið hefur fram í fréttum þá mun skipuleggjandinn EBU láta aðildarþjóðir kjósa um þátttöku Ísraels um miðjan nóvembermánuð.
15 prósent svarenda sögðust vera mótfallnir þátttöku Íslands í Eurovision óháð þátttöku Ísrael. Það er eru almennt á móti því að Ísland taki þátt.
Þá eru 21 hlynnt því að Ísland taki þátt, hvort sem Ísrael verður með eða ekki og 6 prósent á móti því að Ísland taki þátt ef Ísrelar verða reknir úr keppninni.
Mesta andstaðan við þátttöku Íslands ef Ísraelar taka þátt mælist hjá kjósendum Samfylkingar (80 prósent) og Viðreisnar (77 prósent). En Kjósendur Sjálfstæðisflokks (24 prósent) og Miðflokks (23 prósent) eru þeir einu sem eru jákvæðari út í þátttöku Íslands jafn vel þó að Ísrael fái að keppa. Miðflokksmenn eru þeir sem eru heilt yfir neikvæðastir í garð Eurovision, 27 prósent þeirra eru á móti þátttöku Íslands sama hvað.
Könnunin var gerð 18. september til 2. október. Úrtakið var 1.748 og svarhlutfall 46,8 prósent.