fbpx
Miðvikudagur 08.október 2025
Fréttir

Sérfræðingur SÞ krefst þess að öllum í skipalestinni sem Magga Stína var í verði sleppt

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. október 2025 20:29

Margrét Kristín Blöndal

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna (SÞ) krefst þess að Ísraelsk yfirvöld sleppi tafarlaust öllum áhafnarmeðlimum skipsins Conscience og annarra skipa í sömu skipalest úr haldi en meðal þeirra er eins og kunnugt er tónlistarkonan og aktívistinn Margrét Kristín Blöndal, betur þekkt sem Magga Stína.

Yfirlýsingin er birt á vefsíðu mannréttindaráðs SÞ en þar kemur meðal annars fram að sérfræðingur stofnunarinnar í tjáningar- og skoðanafrelsi, Irene Kahn, segi að um árás sé að ræða og brot á alþjóðalögum en skipið var meðal annars að flytja hjálpargögn sem ætluð voru nauðstöddum á Gaza-svæðinu.

Fram kemur að ísraelski sjóherinn hafi tekið skipið sem hafi verið á alþjóðlegu hafsvæði og alla þá 92 einstaklinga sem um borð voru með valdi og flutt þá til hafnar í Ísrael. Skipið var í forystu skipalestar en öll önnur skip í henni voru einnig tekin. Um borð í Conscience voru meðal annars blaðamenn og heilbrigðisstarfsfólk. Segist Khan hafa miklar áhyggjur af öryggi allra sem Ísraelsher flutti með valdi til hafnar. Ísraelskum yfirvöldum beri skylda til að veita mannúðlega mannferð og sleppa þeim þegar í stað.

Minnir Khan einnig á að í skipalestinni hafi verið blaðamenn sem hafi ætlað að reyna að rjúfa algjört bann Ísraels við fréttaflutningi erlendra fjölmiðla frá Gaza. Hvetur hún alþjóðasamfélagið til að krefjast þess að Ísrael veiti erlendum fjölmiðlum aðgang að Gaza.

Fjölskylda Möggu Stínu ásamt samtökunum Ísland-Palestína hafa krafist þess að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir lausn hennar en stjórnvöld segjast hafa verið í sambandi við ísraelsk yfirvöld sem segja að öllum í skipalestinni, sem fluttir voru til Ísrael með valdi, verði vísað úr landi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn

Þýskur bæjarstjóri þungt haldinn eftir hnífaárás – Leitað að „nokkrum“ mönnum sem grunaðir eru um verknaðinn
Fréttir
Í gær

Héðinn ómyrkur í máli: Hótelið dregið niður á bókunarsíðum vegna slæmra vega

Héðinn ómyrkur í máli: Hótelið dregið niður á bókunarsíðum vegna slæmra vega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?

Spáir rekstrarerfiðleikum fyrir easyJet og Wizz Air eftir fall Play og Braathens – Fækkar valkostum Íslendinga?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilja Uber til Íslands og stofna úrskurðarnefnd um þjónustu leigubíla

Vilja Uber til Íslands og stofna úrskurðarnefnd um þjónustu leigubíla