fbpx
Mánudagur 06.október 2025
Fréttir

Petrína fengið nóg: „Skiptum oftar um dempara en sumir skipta um sokka”

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. október 2025 14:00

Petrína hefur fengið nóg af ástandinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Petrína Þórunn Jónsdóttir, svínabóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, hefur fengið sig fullsadda af ömurlegu vegaástandi í hennar heimabyggð. Gengur hún svo langt að segja að íbúar á svæðinu skipti oftar um dempara á bílum sínum en sumir skipta um sokka.

Petrína skrifaði grein um þetta á Vísi en vegurinn sem um ræðir er vegur númer 329.

„Í hann hefur ekki verið borið í fjöldamörg ár. Holurnar eru orðnar að varanlegum kennileitum – eins konar kort af vanrækslu,“ segir Petrína í grein sinni og bætir við að þetta sé vegur sem hún, fjölskylda hennar og nágrannar hennar nota daglega, ýmist til vinnu, skóla, búðarferða og til að flytja afurðirnar okkar – kjöt, korn og mjólk.

Vandamál sem teygir sig víða

„Við framleiðum mat fyrir Íslendinga og ferðamenn alla daga ársins, en samt virðumst við ekki eiga skilið sama veg og ferðamaðurinn sem stoppar í eina nótt. Þetta er vandamál sem teygir sig um allt land,“ segir hún og bætir við að sveitavegir landsins séu margir orðnir minjar en frekar en mannvirki.

„Það er eitthvað bogið þegar fólk sem býr á landsbyggðinni þarf að aka eins og í torfærukeppni bara til að komast í vinnuna. Á meðan malbik og ljósaskilti spretta upp þar sem ferðamenn fara, molna grunnvegir landsbyggðarinnar niður,“ segir hún og heldur áfram:

„Við sem búum hér keyrum daglega á mölinni. Við forðumst holur, beygjum út í kant þegar flutningabíll eða mjólkurbíll kemur á móti, og skiptum oftar um dempara en sumir skipta um sokka.“

„Þá er forgangsröðunin röng“

Petrína tekur fram að ekki sé um lúxusvandamál að ræða heldur öryggismál. Spyr hún hvernig mjólkurbíll eða sjúkrabíll eigi að komast leiðar sinnar þegar vegurinn er orðinn að skurði. Spyr hún einnig hvernig fólk eigi að vilja búa á svæðinu ef staðan sé þannig að það þarf að taka áhættu í hvert sinn sem það leggur af stað.

„Við heyrum oft talað um fæðuöryggi, byggðastefnu og sjálfbærni. En hvað þýða þessi orð ef vegirnir sem halda sveitunum lifandi eru látnir grotna niður? Við sem vinnum í landbúnaði erum ekki að senda afurðir til útlanda – við erum að framleiða ferskan, íslenskan mat fyrir þjóðina og þá gesti sem heimsækja landið. Við erum hluti af þeirri ferðaþjónustu sem haldið er svo hátt á lofti – því án íslensks matar, er engin íslensk upplifun. En við þurfum líka að geta keyrt hann í afurðastöðvar og verslanir.“

Petrína setur spurningarmerki við forgangsröðunina.

„Ef fjármunir í vegagerð fara fyrst og fremst í vegi sem ferðamenn nota, á meðan þeir vegir sem heimafólk treystir á eru látnir grotna, þá er forgangsröðunin röng. Það er ekki hægt að byggja framtíð í sveitum á rykugri möl og gloppóttum skurðum. Við verðum að hætta að tala um sveitina eins og hún sé minning – hún er grunnstoð þjóðarinnar.“

Petrína segir að lokum að þetta snúist ekki bara um malbik eða möl heldur virðingu.

„Virðingu fyrir fólki sem heldur landinu gangandi, framleiðir mat, ræktar, vinnur og byggir samfélag þar sem lífið er raunverulegt – alla daga ársins. Ef vegirnir grotna niður, þá gerir byggðin það líka. Og þegar byggðin fer, þá fer þjóðin að tapa sjálfri sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

María hlustaði á sláandi frásögn fulltrúa Neyðarlínunnar

María hlustaði á sláandi frásögn fulltrúa Neyðarlínunnar
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Bjóst alls ekki við að lenda í þessu á Íslandi: „Þetta er búið að eyðileggja ferðina fyrir mér”

Bjóst alls ekki við að lenda í þessu á Íslandi: „Þetta er búið að eyðileggja ferðina fyrir mér”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leiðréttir misskilning um Reykjavíkurmódelið í leikskólamálum

Leiðréttir misskilning um Reykjavíkurmódelið í leikskólamálum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Séra Erla leiðréttir rætnar og ókristilegar kjaftasögur um sig – „Erum algjörlega miður okkar“

Séra Erla leiðréttir rætnar og ókristilegar kjaftasögur um sig – „Erum algjörlega miður okkar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður Svíþjóðardemókrata kærður fyrir innrás í einkalíf konu – Segir hana boða öfgastefnu

Þingmaður Svíþjóðardemókrata kærður fyrir innrás í einkalíf konu – Segir hana boða öfgastefnu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páfi blessaði listaverk Ólafs Elíassonar í viðurvist Arnold Schwarzenegger – „Við erum ein fjölskylda“

Páfi blessaði listaverk Ólafs Elíassonar í viðurvist Arnold Schwarzenegger – „Við erum ein fjölskylda“