fbpx
Mánudagur 06.október 2025
Fréttir

Flúði af vettvangi eftir hnífstungu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 6. október 2025 06:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir eru vistaðir í fangaklefum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir nóttina, en alls voru 67 mál skráð hjá lögreglu á tímabilinu frá klukkan 17 í gær til fimm í morgun.

Í miðborginni réðst hópur manna á einn með höggum og spörkum og að því loknu hlupu þeir á brott. Árásarþoli er sagður hafa verið aumur eftir árásina en ekki slasaður.

Þá handtók lögregla mann í miðborginni vegna húsbrots og eignaspjalla og fékk sá pláss í fangaklefa lögreglu.

Í hverfi 104 var ráðist á mann með hníf og honum veittur stunguáverki. Maðurinn slasaðist ekki alvarlega eftir árásina en var engu að síður fluttur á bráðamóttöku til aðhlynningar. Gerandi flúði af vettvangi en var handtekinn skömmu síðar og vistaður í fangaklefa.

Í Kópavogi varð ökumaður sem reyndist undir áhrifum áfengis valdur að umferðaróhappi. Hann réðst svo á vegfaranda sem reyndi að koma í veg fyrir að ökumaðurinn færi af vettvangi. Lögregla handtók ökumanninn og vistaði í fangaklefa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni og vildi banna fréttaflutning af málinu

Ákærður fyrir hættulega líkamsárás á Litla-Hrauni og vildi banna fréttaflutning af málinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin

Spyr hvort mark sé takandi dularfullum Samtökum skattgreiðenda – Vöknuðu til lífsins við stjórnarskiptin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“

Þjóðkirkjan búin að fá nóg og vill láta hækka sóknargjöldin um 60 prósent – „Þessu þarf að linna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?

Grímur varpar ljósi á sláandi tölur – Hvar er þjóðaröryggisráðið?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorbjörg boðar harðari aðgerðir gegn skipulögðum glæpahópum

Þorbjörg boðar harðari aðgerðir gegn skipulögðum glæpahópum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum

Tekin undir stýri við Njarðargötu með lífshættulegt áfengismagn í blóði – Ellefti dómurinn á nokkrum árum