fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Raskanir á flugi Icelandair vegna veðurs – 30 ferðum frá landinu aflýst

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. janúar 2025 14:42

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvassviðri sem gengur yfir landið mun hafa áhrif á flugáætlun Icelandair seinni partinn á morgun, 31. janúar.

Í tilkynningu frá Icelandair kemur fram að flug til Evrópu í fyrramálið sé á áætlun en raskanir séu á flugi til Íslands frá Evrópu eftir hádegið á morgun og einnig flugi sem er á áætlun til Norður-Ameríku og Evrópu síðdegis.

„Af þessum völdum þarf einnig að aflýsa flestum ferðum bæði frá Norður-Ameríku og til Evrópu snemma á laugardagsmorgun, 1. febrúar. Innanlandsflug er enn sem komið er á áætlun en mögulegt er að komi til raskana á því,“ segir í tilkynningu félagsins.

Þá kemur fram að í heild verði 30 ferðum til landsins aflýst og 30 frá landinu.

„Icelandair fylgist vel með veðurspám næstu daga og verður félagið í sambandi við farþega ef breytingar verða á flugi.“

Í tilkynningunni kemur fram að farþegar sem áttu bókað með flugi sem nú hefur verið aflýst verði endurbókaðir og munu fá senda nýja ferðaáætlun. Vegna umfangs röskunarinnar má búast við að endurbókunarferlið taki lengri tíma en venjulega.

„Farþegum er þökkuð þolinmæðin og bent á að fylgjast vel með þeim skilaboðum sem félagið sendir auk þess sem hægt er að fylgjast með á vef félagsins undir bókunin mín og í Icelandair appinu. Ekki er þörf á að hafa samband við Icelandair nema ný ferðaáætlun falli ekki að ferðalaginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kærðu deiliskipulag umdeilds hverfis í Garðabæ – Íbúar búast við skugga og hávaða

Kærðu deiliskipulag umdeilds hverfis í Garðabæ – Íbúar búast við skugga og hávaða
Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum

Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði og maður lenti í sjónum