fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Farsímamastur verður reist rétt við göngubrú í Garðabæ – Gæti þurft að víkja í framtíðinni

Jakob Snævar Ólafsson
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 16:30

Á þessu svæði við göngubrú í Garðabæ stendur til að reisa 18 metra háan farsímasendi. Mynd: Skáskot/Já.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt tillögu um breytingu á deiliskipulagi fyrir Ása og Grunda og lagt til við bæjarstjórn að hún veiti samþykki sitt. Snýst tillagan um að heimilt verður að reisa 18 metra háan farsímasendi rétt við göngubrú yfir Hafnarfjarðarveg. Í fundargerð segir að engar athugasemdir hafi borist en í Skipulagsgátt má þó sjá að bæði Vegagerðin og Isavia setja fyrirvara við samþykki sitt fyrir því að sendirinn verði reistur á þessum stað. Segir Vegagerðin raunar að svo gæti farið að sendirinn þurfi að víkja í framtíðinni fyrir vegaframkvæmdum sem fyrirhugaðar séu á svæðinu.

Tillagan var fyrst birt til kynningar í Skipulagsgátt í október síðastliðnum. Þar kemur fram að göngubrúin nær frá enda Breiðáss og yfir Hafnarfjarðarveg. Sendirinn verður reistur þeim meginn brúarinnar sem Breiðáss er en samkvæmt tillögunni verður hann vestan megin við brúarendann. Nákvæm fjarlægð milli brúar og sendis kemur ekki fram í tillögunni en miðað við mynd sem í henni er þá er ljóst að sendirinn verður örstutt frá göngubrúnni.

Það kemur ekki fram í tillögunni eða í fundargerðum bæjarráðs og skipulagsnefndar, þar sem tillagan var samþykkt, hvers vegna þörf er á því að reisa sendinn á þessum stað.

Í skipulagsgátt má sjá fimm athugasemdir. Rin þeirra er frá Isavia sem óskar eftir því að á mastrið verði sett hindranalýsing. Æskilegt sé að kvöð um hindranalýsingu fari í deiliskipulagið. Útfærsla á ljósi eða ljósum þurfi að vinnast í samráði við Samgöngustofu.

Framtíðin

Vegagerðin gerir ýmsa fyrirvara við áformin. Bent er á að fyrirhugað sé á þessu ári að leggja hjólastíg á þessu svæði sem fari undir göngubrúnna og liggi meðfram hinum fyrirhugaða sendi. Vill Vegagerðin sjá staðsetningu stígsins á teikningum deiliskipulagsins og að tryggt sé að nægilegt pláss verði gefið fyrir stíginn.

Vegagerðin segir í umsögninni að það sé mat stofnunarinnar að hinn fyrirhugaði farsímasendir sé innan veghelgunarsvæðis Hafnarfjarðarvegs sem sé í umsjá stofnunarinnar. Sækja þurfi um leyfi til Vegagerðarinnar til að byggja innan veghelgunarsvæðis.

Bendir Vegagerðin einnig á að auk hjólastígsins sé fyrirhugað að setja Hafnarfjarðarveg í stokk á þessu svæði en lega stokksins og áhrifasvæði sé óljóst eins og er. Stokkur á Hafnarfjarðarvegi sé hluti af Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins og sé áætlað að hefja byggingu hans árið 2034.

Vegagerðin segir það sitt mat að staðsetning sendisins komi ekki til með að hafa áhrif á þjónustu við Hafnarfjarðarveg eins og hann sé í dag og árekstrarhætta sé óveruleg. Þar sem þessar framkvæmdir séu fyrirhugaðar á þessu svæði leggi Vegagerðin áherslu á að leyfi verði fengið hjá henni fyrir því að sendirinn verði á þessum stað og það leyfi sé háð því að sendirinn gæti þurft að víkja fyrir hjólastígnum eða stokknum, í framtíðinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“

Íris hefur greitt af námsláni í 17 ár – Lánið er 800 þúsund hærra í dag: „Námslánið kæfir þig“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt

Miklum verðmætum stolið í innbroti í Lækjarsmára í nótt
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu

Þetta er tifandi pólitísk tímasprengja í Evrópu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Pútín fjárfestir – Ætlar að hraðsmíða kjarnorkukafbáta

Pútín fjárfestir – Ætlar að hraðsmíða kjarnorkukafbáta
Fréttir
Í gær

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar

Lítil áhætta sögð á að Íran noti Ísland til fjármögnunar gereyðingarvopna – Áhættuhópur sé þó til staðar
Fréttir
Í gær

Fjölmiðlamaðurinn gáttaður – „Þær eru hreint furðulega dýrar“

Fjölmiðlamaðurinn gáttaður – „Þær eru hreint furðulega dýrar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vont veðurútlit fyrir verslunarmannahelgina en „ýmislegt getur gerst í millitíðinni“

Vont veðurútlit fyrir verslunarmannahelgina en „ýmislegt getur gerst í millitíðinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“

Framkvæmdastjóri Fraktlausna kærður fyrir hótanir í garð díselolíuþjófs – „Eina sem skiptir máli eru réttindi glæpamanna“