fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Fréttir

Snorri fagnar mótframboði Áslaugar Örnu – „Hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 26. janúar 2025 19:30

Snorri Ásmundsson listamaður reið fyrstur á vaðið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snorri Ásmundsson, listamaður, segist fagna mótframboði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Segist hann sjá hana fyrir sér sem varaformann sinn.

„Ég fagna mótframboði Áslaugar og ég dáist af  metnaði hennar og stórum hug og hlakka til að starfa sem formaður með hana mér við hlið sem varaformann,“ segir Snorri. „Áslaug er með fallegt bjart bros og það er líka töggur í henni sem er góður eiginleiki að hafa sem varaformaður. Ég er viss um að ég geti treyst henni fyrir mörgum verkefnum. Ég óska Áslaugu til hamingju með þetta skref sem hún er að taka og hlakka til að starfa með henni á vettvangi stjórnmálanna.“

Snorri tilkynnti framboð sitt þann 15. janúar síðastliðinn. Sagðist hann hafa dreymt að Ólafur Thors heitinn forsætisráðherra hefði komið til sín og rétt sér epli. Breyttist hann skyndilega í Bjarna Benediktsson, fráfarandi formann Sjálfstæðisflokksins.

Sjá einnig:

Áslaug Arna býður sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum

Snorri var fyrstur til að ríða á vaðið og lýsta yfir framboði til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann segist vera viss um sigur í formannsslagnum en hann á þó ekki sæti landsfundi flokksins.

Áslaug Arna lýsti yfir framboði til formennsku laust eftir hádegi í dag. Beðið er eftir tilkynningu frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Guðrúnu Hafsteinsdóttur um hvað þau hyggist gera fyrir landsfund, sem er í lok febrúar. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir og Jón Gunnarsson hafa lýst því yfir að þau hyggist ekki bjóða sig fram til formennsku.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Í gær

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ

Kallað eftir endurreisn kvikmyndahúsareksturs í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa

Framkvæmdir við Meðalfellsvatn sagðar hafa staðið yfir í áratugi án nokkurra leyfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“

Norður kóreski einræðisherrann með óvenjulega játningu – „Hjarta mitt brestur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð

Vilhjálmur: Þetta gerist þegar verðtryggingin verður bönnuð