fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Sigurjón hæðist að Guðlaugi – „Þetta kalla ég að miklast af litlu sem engu“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 13:30

Sigurjón segir Guðlaug Þór hafa belgt sig út í útvarpsviðtalinu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýnir Guðlaug Þór Þórðarson fyrrverandi umhverfis og orkumálaráðherra fyrir að „belgja sig út“ fyrir árangur í orkumálum. Segir hann staðreyndirnar tala sínu máli um stöðnun í virkjanamálum hjá síðustu ríkisstjórn.

Mappa á borðinu

Guðlaugur var í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Var hann þar að saka arftaka sinn, Jóhann Pál Jóhannsson, um að tefja framtíðar virkjanaframkvæmdir.

Sagði Guðlaugur tvær möppur tilbúnar á borði ráðherrans, tveir „rammar“, sem hann hafði skilið eftir sem og frumvarp um einföldun á rammanum.

„Það eru líka fleiri frumvörp í þessari títt nefndu möppu sem ég skildi eftir hjá ráðherranum sem gerir það að verkum að við getum einfaldað hlutina,“ sagði Guðlaugur í viðtalinu. Vildi hann meina að síðasta ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri grænna hefði rofið kyrrstöðuna í virkjunarmálum.

Brenndi tugmilljónum lítra af olíu

„Staðreyndirnar tala sínu máli,“ segir Sigurjón í færslu á samfélagsmiðlum. Segir hann Guðlaug Þór „belgja sig út“ í viðtalinu um mikinn árangur í orkumálum árin 2017 til 2024. En staðreyndirnar séu þær að síðasta stórvirkjun sem tekin var í notkun hér á landi hafi verið Þeistareykjavirkjun árið 2017 og aukavirkjun við Búrfell ári seinna.

„Það grátbroslegt að fyrrverandi orkumálaráðherra í ríkisstjórn sem afrekaði það að brenna nánast að óþörfu tugum milljón lítra af olíu á hverju ári, til rafmagnsframleiðslu, skuli benda hróðugur á einhverja möppu sem hann skildi eftir sig í ráðuneytinu,“ segir Sigurjón. „Þetta kalla ég að miklast af litlu sem engu.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Í gær

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Í gær

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi
Fréttir
Í gær

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“

Sósíalistar brjálaðir yfir því að Tóta hægrimanni var boðið á Samstöðina – „Þá átti þetta að vera alþýðusjónvarp“
Fréttir
Í gær

Viðraði vel til loftmyndatöku

Viðraði vel til loftmyndatöku