fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Hvað er í gangi hjá Sýn? Þriðja kanónan yfirgefur Suðurlandsbrautina

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. janúar 2025 12:05

Þóra Clausen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þóra Björg Clausen hefur sagt upp störfum sem dagskrárstjóri Stöðvar 2 eftir tíu ára starf. Þetta kemur fram í frétt Vísis, sem er í eigu móðurfélagsins Sýnar eins og Stöð 2,  en þar er vísað í færslu Þóru til vina og vandamanna.

„Þessi ákvörðun var síður en svo auðveld, en það er mín sannfæring að þetta sé rétt ákvörðun fyrir mig á þessum tímamótum. Maður minn, hvað það hefur verið gaman!“ skrifar Þóra í tilkynningunni.

Þóra er þriðji starfsmaðurinn sem kvatt hefur Sýn undanfarna daga. Í síðustu viku var greint frá því að Eva Georgs Ásudóttir væri hætt sem sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 eftir tæplega tveggja áratuga starf. Skömmu síðar greindi Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, ein þekktasta sjónvarpskona stöðvarinnar, frá því að hún hefði ákveðið að hætta störfum sem dagskrárgerðarmaður.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“