fbpx
Þriðjudagur 30.september 2025
Fréttir

Segja Birgi hafa leikið lykilhlutverk í frelsun fræðikonu sem var í haldi íraskra öfgasamtaka í 903 daga

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 30. september 2025 08:08

Birgir Þórarinsson fundar með Rayan al-Kildani, áhrifamanni í Írak

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarin tvö ár hefur Birgir Þórarinsson, fyrrum þingmaður og formaður stjórnmála- og öryggismálanefndar ÖSE, leikið lykilhlutverk varðandi frelsun ísraelskrar fræðikonu sem var í haldi öfgasamtaka í Írak í um tvö og hálft ár.  Ítarlega er fjallað um málið og aðkomu Birgis í grein sem birtist í Times of Israel um helgina.

Í lok mars 2023 var ísraelska fræðikonan Elizabeth Tsurkov, sem einnig er rússneskur ríkisborgari, tekin höndum í Bagdad í Írak af sjíta-öfgahópnum Kataeb Hezbollah. Tsurkov var þar að vinna að rannsóknum fyrir doktorsverkefni sitt við hinn bandaríska Princeton-háskóla sem sneri að trúarhópi sjíta í landinu. Ástæðan fyrir handtökunni var að Tsurkov var grunuð um að stunda njósnir fyrir Ísrael, eitthvað sem fjölskylda hennar og Ísrael hafna alfarið.

Öfgahópurinn, sem er nátengdur stjórnvöldum í Íran,  fór fram á afar hátt lausnagjald fyrir Tsurkov eða 200 milljónir bandaríkja dala, eitthvað sem stjórnvöld í Ísrael og Bandaríkjunum voru ekki tilbúin til að greiða.

Elizabeth Tsurkov Mynd/Getty

Í umfjöllum Times of Israel kemur fram að aðkoma Birgis að málinu hafi hafist þegar hann hitti systur  Tsurkov í Washington í apríl 2023. Í kjölfarið bauð hann fram aðstoð sína, meðal annars vegna tengsla sem hann hafði í Íran frá fyrri störfum sínum fyrir Evrópuráðið. Í kjölfarið átti hann frumkvæði af ýmsum í  samskiptum við íranska og íraska ráðamenn og hitti bæði trúarleiðtoga og áhrifamenn innan hreyfinga sem tengjast málinu.

Að sögn Birgis var stærsta skrefið tekið í maí síðastliðnum þegar hann sat fund í Bagdad með sjíta-klerknum Ammar al-Hakim. Þar náðist að fá Kataeb Hezbollah-samtökin til að falla frá lausnargjaldskröfunni himinháu. „Þetta var stóra vendipunkturinn,“ er haft eftir Birgi.

Tsurkov var loks látin laus 9. september síðastliðinn eftir 903 daga í haldi. Hún var skilin eftir í Bagdad þar sem íraskir embættismenn sóttu hana og flutt var til bandaríska sendiráðsins. Þaðan fór hún fyrst til Grikklands og síðan heim til Ísraels.

Birgir telur að íslensk uppruni hans hafi skipt sköpum í viðkvæmum samskiptum. „Ég trúi því að það að koma frá litlu og hlutlausu landi sem á sér enga óvini hafi gert mér kleift að vinna að lausn málsins án  tortryggni eða pólitískra stimpla,“ segir hann í samtali við Times of Israel.

Hér má lesa ítarlega umfjöllun ísraelska miðilsins

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Einar segir unnið að því að koma áhöfnum fimm véla heim – Vinnumálastofnun býr sig undir stóra tilkynningu

Einar segir unnið að því að koma áhöfnum fimm véla heim – Vinnumálastofnun býr sig undir stóra tilkynningu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fjárfestir náði að selja hlutabréf í Play á sama tíma og tilkynnt var um endalokin

Fjárfestir náði að selja hlutabréf í Play á sama tíma og tilkynnt var um endalokin
Fréttir
Í gær

Segir augljóst að Pútín sé undirbúa innrás í annað Evrópuland

Segir augljóst að Pútín sé undirbúa innrás í annað Evrópuland
Fréttir
Í gær

Illa slasaður eftir slys á rafmagnshlaupahjóli

Illa slasaður eftir slys á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir að fundarhaldarar komu að lokuðum dyrum í Tryggvaskála – „Ákveður Samfylkingin í Árborg að ráðast opinberlega á mitt fyrirtæki“

Ósáttur eftir að fundarhaldarar komu að lokuðum dyrum í Tryggvaskála – „Ákveður Samfylkingin í Árborg að ráðast opinberlega á mitt fyrirtæki“
Fréttir
Í gær

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílveltu – Reyndi að stinga lögreglu af

Þrír fluttir á slysadeild eftir bílveltu – Reyndi að stinga lögreglu af