fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Dómur fallinn í Gufunesmálinu – Þrír fá þunga refsingu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 26. september 2025 11:33

Stefán Blackburn við upphaf aðalmeðferðar. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómur var kveðinn upp kl. 11:30, í Héraðsdómi Suðurlands, í Gufunesmálinu svokallaða. Í málinu voru fimm ákærð í tengslum við andlát Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, 65 ára manns frá Þorlákshöfn, sem lést þann 11. mars í kjölfar mikilla misþyrminga.

Þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson voru allir ákærðir fyrir manndráp, frelsissviptingu, rán og tilraun til fjárkúgunar.

Kona um tvítugt var ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni með því að hafa sett sig í samband við Hjörleif símleiðis og lokkað hann út í bíl til Stefáns og Lúkasar.

Maður um tvítugt var ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa tekið við greiðslu úr einkabanka Hjörleifs og lagt inn á reikning Matthísar Björns.

Þeir Stefán Blackburn og Lúkas Geir hlutu 17 ára fangelsi en Matthías Björn 14 ára fangelsi. 

Piltur sem ákærður var fyrir peningaþvætti í málinu fékk tveggja ára skilorðsbundið fangelsi.

Stúlka, sem ákærð var fyrir hlutdeild í ráni og frelsissviptingu með því að setja sig í samband við Hjörleif heitinn og vísa honum út í bíl til Stefáns og Lúkasar, var sýknuð.

Þrír aðalsakborningarnir eru síðan dæmdir til að greiða aðstandendum Hjörleifs, ekkju og syni, um 18 milljónir króna í miskabætur, rúmlega 11 milljónir til ekkjunnar og rúmlega sex milljónir til sonarins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirlýsing frá N1 vegna málsins á Hvolsvelli

Yfirlýsing frá N1 vegna málsins á Hvolsvelli
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ófögnuðurinn mætti íbúa fjölbýlishúss í Hafnarfirði – Ferðaklósett losað í niðurfall

Ófögnuðurinn mætti íbúa fjölbýlishúss í Hafnarfirði – Ferðaklósett losað í niðurfall
Fréttir
Í gær

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“
Fréttir
Í gær

Lést í bílslysi við gatnamót Vatnagarða og Sundagarða

Lést í bílslysi við gatnamót Vatnagarða og Sundagarða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans

Telja að Rússar hafi gert GPS-árás á flugvél spænska varnarmálaráðherrans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur áhyggjur af hallarekstri Hafnarfjarðarbæjar – „Getur ekki gengið til lengdar“

Hefur áhyggjur af hallarekstri Hafnarfjarðarbæjar – „Getur ekki gengið til lengdar“