fbpx
Fimmtudagur 25.september 2025
Fréttir

Meint áfengissala til ungmenna í söluskála N1 til skoðunar – „Þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 25. september 2025 12:18

Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum búin að heyra af þessu og erum bara með þetta í skoðun hjá okkur,“ segir Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1, um mál sem varðar meinta áfengisssölu til framhaldsskólanema niður í 16 ára aldur, í söluskála N1 á Hvolsvelli.

RÚV greinir frá því að lögregla hafi verið kölluð til í nemendaferð MH í gær sem lá um Njáluslóðir á Suðurlandi. Nokkrir nemendur urðu uppvísir að því að brjóta skólareglur varðandi áfengisneyslu. Settur rektor MH, Helga Jóhannsdóttir, kallaði til lögreglu er hún frétti að ungmenni í ferðinni hefðu fengið afgreitt áfengi í söluskála N1 á Hvolsvelli. Var lögð fram kæra vegna sölu áfengis til ungmenna.

Lögregla hafði afskipti af þremur ungmennum úr MH vegna málsins. Sá yngsti er 16 ára en hinir eldri eru 18 og 19 ára, samkvæmt frétt RÚV.

Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1, segir í samtali við DV að málið sé í skoðun hjá fyrirtækinu en ekki sé hægt að tjá sig frekar um það fyrr en upplýsingar um hvað gerðist liggi fyrir.

„Þetta er bara í skoðun og þegar við höfum áttað okkur á því hvað átti sér stað þarna þá verður gripið til viðeigandi aðgerða.“ – Segir hann of snemmt að tjá sig um hvaða aðgerðir það gætu verið. „Við þurfum að átta okkur á því hvað raunverulega gerðist,“ segir Magnús.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leyniskytta skaut að minnsta kosti þrjá til bana í Dallas

Leyniskytta skaut að minnsta kosti þrjá til bana í Dallas
Fréttir
Í gær

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“

Einar Bárðar segir fréttir um dagsektir „sérstakar“ – „Fulltrúar Eflingar vilja ekki ræða við SVEIT en senda svo pillur“