Í skeyti frá lögreglu er sagt frá einstaklingi í annarlegu ástandi sem réðist á tvær konur í hverfi 101 og sló þær. Maðurinn forðaði sér að þessu loknu út í nóttina. Ekki koma fram upplýsingar um meiðsli á konunum.
Sjö ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis í hverfi 105 og þá voru tveir einstaklingar handteknir og vistaðir í fangaklefa vegna húsbrots í Hafnarfirði, hverfi 220.
Loks var eldri konu komið til aðstoðar eftir að hún datt í hverfi 110. Hún var flutt á bráðamóttöku til aðhlynningar.