fbpx
Mánudagur 22.september 2025
Fréttir

Grunur um íkveikju í Írabakka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 22. september 2025 09:00

Frá Írabakka

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt heimildum DV bendir margt til þess að kveikt hafi verið í íbúð að Írabakka en eldur kviknaði þar á sjötta tímanum í gær.

Lögregla sagði í samtölum við DV í gærkvöld að ekkert lægi fyrir um eldsupptök en málið væri í rannsókn. Staðfest er að tækjabíll var sendur á vettvang brunans í gærkvöld.

Mbl.is greindi frá því að mjög greiðlega hefði gengið að slökkva eldinn og engan sakaði í brunanum.

Íbúi í íbúðinni sem um ræðir greinir frá brunanum í lokaðri færslu á Facebook og segir þar að um íkveikju hafi verið að ræða.

Eldsvoðinn átti sér stað í Írabakka 2-16 en öll blokkin er í eigu Félagsbústaða sem leigja hana út. Mikið ónæði og ófriður hefur verið í húsinu í gegnum tíðina eins og DV greindi frá í sumar. Sjá nánar hér.

Uppfært kl. 10:50

Einn maður er núna í haldi lögreglu vegna rannsóknar á brunanum. RÚV greinir frá. Maðurinn verður yfirheyrður síðar í dag. Aðspurður segir Heimir Ríkharðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að verið sé að kanna hvort maðurinn eigi aðild að málinu. Ekki er hins vegar staðfest að um íkveikju hafi verið að ræða, tæknideild lögreglunnar er að skoða það.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þýskur ráðherra húðskammar Íslendinga og aðrar sniðgönguþjóðir í Eurovision – „Breytir hátíð umburðarlyndis í réttarhöld“

Þýskur ráðherra húðskammar Íslendinga og aðrar sniðgönguþjóðir í Eurovision – „Breytir hátíð umburðarlyndis í réttarhöld“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hjón grétu saman á Íslandi – Aldrei séð eins marga „samfélagsmiðla ferðamenn“ áður

Hjón grétu saman á Íslandi – Aldrei séð eins marga „samfélagsmiðla ferðamenn“ áður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu í fyrsta skipti

Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu í fyrsta skipti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dívurnar Linda Pé og Margrét Jónasar tókust á fyrir dómi – „Bið þig um að fjarlægja strax“

Dívurnar Linda Pé og Margrét Jónasar tókust á fyrir dómi – „Bið þig um að fjarlægja strax“