Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Lögregluna á Suðurlandi og Tollgæsluna hefur lokið rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnamáli sem upp kom í sumar. Þrír eru í gæsluvarðhaldi.
Sex kíló af kókaíni fundust í bifreið sem var flutt inn til landsins með fragtskipi til Þorlákshafnar í júlí. Sex voru handteknir og þrír sitja enn í gæsluvarðhaldi eins og kemur fram í tilkynningu lögreglunnar. Þeir eru allir erlendir ríkisborgarar.
Málið er nú komið í ákærumeðferð hjá embætti héraðssaksóknara.