fbpx
Laugardagur 20.september 2025
Fréttir

Maður sem stökk fram af svölum til að fremja sjálfsvíg – Lenti á eldri konu og er sakaður um manndráp

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 20. september 2025 18:00

Fjölbýlishúsið í Mílanó. Skjáskot/Google Maps

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalskur maður sem hugðist fremja sjálfsvíg hefur verið ákærður fyrir manndráp. Hann stökk af svölum byggingar en lenti á gamalli konu sem lést en dempaði fall hans í leiðinni svo hann lifði af.

Tímaritið People greinir frá þessu.

Atvikið átti sér stað í Mílanóborg í Ítalíu um klukkan 18:00 sunnudaginn 14. september síðastliðinn. Var lögregla og sjúkralið kallað til að háu fjölbýlishúsi þar sem maður og kona voru stórslösuð.

Engin tengsl

Sjúkraliðar reyndu endurlífgun en konan reyndist vera látin. Hún hét Francesca Manno og var 83 ára gömul. En maðurinn, sem er 70 ára gamall lifði af.

Upphaflega var talið að fólkið hefði ætlað að fremja sjálfsvíg saman. Það er að þau hefðu bæði stokkið út um glugga byggingarinnar. En fljótlega kom í ljós að engin tengsl voru á milli fólksins.

Tilviljun

Maðurinn, sem ekki hefur verið nafngreindur í ítölskum miðlum, var með meðvitund þegar sjúkraliðar komu. Hann er nú á Niguarda sjúkrahúsinu í Mílanó, stórslasaður. Meðal annars er hann mölbrotinn á báðum fótleggjum eftir fallið. Læknar segja hins vegar að hann hafi aldrei verið í lífshættu vegna meiðsla sinna.

Hann hefur nú verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi þar sem talið er að hann hafi stokkið fram af svölum byggingarinnar og lent ofan á Francescu sem var fyrir tilviljun á gangi fyrir neðan gluggann. Talið er að maðurinn hafi ætlað að fremja sjálfsvíg.

Fór sjaldan út

Kona sem þekkir til Francescu Manno segir að hún hafi búið í húsinu sem maðurinn stökk frá. Hún hafi haldið sig mikið út af fyrir sig og sjaldan farið úr íbúðinni.

Krufning á líki hennar fer fram á komandi dögum en fram kemur í ítölskum miðlum að höggið hafi verið gríðarlegt og hún hafi látist samstundis. Talið er að hún hafi fengið alla þyngd mannsins á sig.

Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna að eyða eigi á þriðja hundrað milljónum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn

Gagnrýna að eyða eigi á þriðja hundrað milljónum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sótt að ungum Sjálfstæðismönnum úr þeirra eigin röðum – „Hvert er Sjálfstæðisflokkurinn að fara?“

Sótt að ungum Sjálfstæðismönnum úr þeirra eigin röðum – „Hvert er Sjálfstæðisflokkurinn að fara?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur fer af stað með Draumaliðsdeild Alþingis

Þórhallur fer af stað með Draumaliðsdeild Alþingis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“

Konungsfjölskyldan gagnrýnd fyrir fordæmalausa sýndarmennsku í þágu Trump – „Þetta er þjóðarskömm“