fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Þingmaður Samfylkingarinnar segir umræðu um málaflokkinn „svolítið eins og að slást við loft, baráttan er svo óáþreifanleg“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 18. september 2025 08:05

Ása Berglind Hjálmarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ása Berglind Hjálmarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar um loftslagsmál í fréttabréfi sínu, en hún segir orð átta ára sonar hennar hafa setið með henni síðustu daga.

 „Í síðustu viku var ég að gera tilraun til að útskýra hvað loftslagsmál væru fyrir 8 ára syni mínum þegar ég sé að hann horfir mjög hugsi á mig og spyr svo: „Mamma, sagðir þú loft slagsmál?““

Segir Ása Berglind umræðu um loftslagsmálin  „vera svolítið eins og að slást við loft, baráttan er svo óáþreifanleg. Tungutakið í kringum loftslagsmálin er oft mjög tæknilegt þar sem mikið er talað í skammstöfunum og vitnað í alþjóðasamninga sem eru flestu fólki ekki sérstaklega kunnugir. Afleiðingarnar af loftslagsvánni hafa virst mjög fjarlægar og snerta ekki daglegt líf fólks hér um slóðir, eða hvað?“

Segir Ása Berglind að hún hafi talið að kynning Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, á markmiðum og forgangsverkefnum ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum föstudaginn 12. sept. syrðu á forsíðum fjölmiðla og fyrsta frétt í öllum aðalfréttatímum. Svo var ekki þar sem umræða um morðið á Charlie Kirk var alls ráðandi.

Vísar hún í orð ráðherra: „Það eru að koma fram óhugnanleg gögn og vísbendingar um að breytingar á hafstraumum geti gert Ísland óbyggilegt jafnvel á líftíma okkar eða barnanna okkar. Svo við eigum gríðarlega mikið undir því hér á Íslandi að dregið sé hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda og þetta eru sameiginlegir hagsmunir heimsbyggðarinnar allrar“.

Afleiðingarnar mjög miklar ef við aðhöfumst ekkert

Ása Berglind vísar einnig í greinar sem útskýra málið frekar. Segir hún loftslagsógninna færast nær, en öll séum við í lykilstöðu til að snúa þróuninni við. 

„Ef við gerum ekki neitt bendir allt til þess að afleiðingarnar verði mjög miklar. Í raun gefa vísindaleg gögn til kynna að jarðarbúar séu í hættu á viðburði sem myndi útrýma lífi eins og við þekkjum það í dag, líkt og fornlíffræðingurinn Thomas Halliday greindi frá á umhverfisþingi sem var haldið í vikunni. Hann sagði þá sem haldi öðru fram annaðhvort skorta þekkingu eða ljúga blákalt.

Hitt er að við erum í þeirri stöðu að það er hægt að snúa þróuninni við. En það kemur ekki til með að gerast af sjálfu sér. Þetta kostar vinnu og endurskipulag á ýmsu í okkar samfélagi.“

Segir hún að til þess þurfi forystu í málaflokknum, stjórnvöld verðaað axla ábyrgð og leiða hagsmunaaðila og almenning með í nauðsynlegu vinnuna sem bíður. Margt hefur verið gert en alls ekki nóg. Samfélagið allt verði að taka þátt. 

„Verkefnið gerist ekki stærra, við verðum að bjarga jörðinni okkar.“

Bjartsýn eftir umhverfisþing

Segist Ása Berglind hafa gengið út af umhverfisþingi sem fram fór í vikunni með von í brjósti og trú um að náist tök á verkefninu.

„Ísland er í lykilstöðu að svo mörgu leyti þegar kemur að því að ná tökum á loftslagsmálunum. Við höfum góða sögu að segja og ættum að fara í alvöru útrás með hugvit og þekkingu sem þjóðin býr yfir í þessum málum. Það sem við ættum líka að gera að mínu mati er að fara í landsátak til að efla þekkingu á meðal almennings um þessi mál. Í gegnum skóla, stofnanir, félagasamtök, mismunandi fjölmiðla og virkilega þjappa okkur saman um þetta ekki bara mikilvæga heldur lífsnauðsynlega verkefni. Þegar við vitum betur getum við gert betur.“

Lesa má fréttabréf Ásu Berglindar í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Ríkisendurskoðandi tilkynntur til lögreglu fyrir að árita reikninga án þess að vera löggiltur endurskoðandi

Ríkisendurskoðandi tilkynntur til lögreglu fyrir að árita reikninga án þess að vera löggiltur endurskoðandi
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán

Sturlaðist í Veiðivötnum og framdi rán
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga

Segir engan áhuga vera á Ómari á vinnustað hans til áratuga