Farþegi um borð í Rhapsody of the Seas, einu af skipum Royal Caribbean-veldisins, kastaði sér fyrir borð í tilraun til að sleppa við að greiða rúmlega 16 þúsund dala, um tveggja milljón króna, spilaskuld sem hann safnaði upp í ferðinni.
Samkvæmt kæru sem CBS News greindi frá hafði Jey Gonzalez-Diaz spilað fjárhættuspil grimmt í spilavíti skipsins á meðan vikulangri ferð stóð. Fékk hann meðal annars lán upp á áðurnefnda upphæð í spilavítinu. Þegar skemmtiferðarskipið ógnarstóra lagðist að bryggju í San Juan í Púertó Ríkó um síðastliðna helgi stökk hann í sjóinn.
Örvæntingarfullur flóttinn tókst þó ekki. Gonzalez-Diaz var skömmu síðar handtekinn af toll- og landamæravörðum nálægt þinghúsinu í San Juan með tvo farsímar, fimm skilríki og það sem nokkra athygli vakti, 14.600 dali í reiðufé, sem hefði farið langt með að greiða upp skuldina við spilavítið.
Hann á nú yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi eða 250 þúsund dala sekt fyrir að reyna að komast hjá því að skrá upphæðina við komuna til Bandaríkjanna.