Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í hádeginu að íslenskum tíma að lögregla hefði handtekið mann vegna morðsins.
Daily Mail, NBC og fleiri miðlar hafa það eftir heimildarmönnum sínum að hinn grunaði sé fyrrnefndur Tyler og mun hann vera búsettur í Utah. Hann mun hafa stundað nám við Utah Valley-háskólann þar sem Charlie var myrtur.
Komið hefur fram í fjölmiðlum að faðir mannsins hafi tilkynnt son sinn til lögreglu eftir að sonurinn játaði fyrir honum að hafa verið að verki. Faðir mannsins er sagður vera lögreglumaður með 27 ára feril hjá lögreglunni í Washington-sýslu í Utah.
New York Times greindi frá því að hinn grunaði hefði verið handtekinn um klukkan 23 að staðartíma í gærkvöldi, eða klukkan fimm í morgun að íslenskum tíma.
Hann er sagður hafa búið í sex herbergja húsi í Washington í Utah, um 420 kílómetrum suður af Orem þar sem Charlie var skotinn til bana við heimavist Utah Valley-háskólans.
Yfirvöld hafa sagt að morðingi Charlie geti vænst þess að fá dauðadóm fyrir morðið, að minnsta kosti muni saksóknarar sækja það stíft.