fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fréttir

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 12. september 2025 12:23

Hinn grunaði banamaður Charlie Kirk.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maðurinn sem er grunaður um að bana áhrifavaldinum Charlie Kirk er í haldi lögreglu. Donald Trump Bandaríkjaforseti greinir frá þessu.

„Þeir eru með einhvern sem þeir halda að hafi gert þetta,“ segir Trump. Að sögn Trump hafi faðir skotmannsins fengið hann til þess að gefa sig fram við lögreglu. Segist hann vonast eftir því að maðurinn verði dæmdur til dauða.

Alríkislögreglan FBI eða lögreglan í Utah hafa ekki enn þá staðfest handtökuna.

Fréttin verður uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt