fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
Fréttir

Albert er feitasti ísbjörn í heimi – Tvær ástæður fyrir þyngd hans

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 7. september 2025 18:30

Albert fær hvalkjöt og svo er nóg annað í boði. Mynd/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna hlýnunar jarðar hafa margir ísbirnir það ansi slæmt þessi misserin. Vistkerfi þeirra er að bráðna í sundur og þar með veiðilendurnar. Margir þeirra svelta til dauða. En ekki Albert, hann hefur það mjög gott.

Albert er feitasti ísbjörn sem vitað er um. Hann vegur næstum því 680 kílógrömm en venjulegur ísbjörn vegur í kringum 450 kíló.

Björninn dvelur nálægt bænum Katovik, á Barter eyju, norðan við Alaska fylki í Bandaríkjunum. Ekki er óhugsandi að íbúarnir í bænum hafi byrjað að kalla hann þessu nafni vegna teiknimyndaseríunnar Fat Albert sem var vinsæl á níunda áratug síðustu aldar.

Í færslu tímaritsins Wilderness Wildlifes segir að ástæðan fyrir því að Albert sé í svona góðum holdum séu vistkerfið sem hann býr í og afleiðing hvalveiða.

Þvílíkt hlass. Mynd/Reddit

„Þyngd feita Alberts er afleiðing af gríðarlega mikilli fæðu sem honum stendur til boða á svæðinu hans. Alaska hefur miklar óbyggðir og ísbirnir geta gert það sem þeir vilja. Þeir geta étið ber, lax og jafn vel íkorna. Það er nóg af fæðu fyrir ísbirnina á svæðinu,“ segir í færslu. „En ein helsta ástæðan fyrir þessari stærð hans eru mennirnir. Sjómenn á staðnum skilja gjarnan eftir hvalkjöt um 4 kílómetrum fyrir utan bæinn sem Albert gæðir sér á. Þetta, ásamt náttúrulegri fæðu sem hann finnur, hefur sent þyngd hans í hæstu hæðir.“

Þrátt fyrir þetta er Albert ekki þyngsti ísbjörn sem vitað er um. Einn samlandi hans frá Alaska mældist í kringum 1.000 kíló árið 1960. Það vekur hins vegar athygli að Albert sé svona feitur á þessum tíma, þegar ísbirnir hafa það almennt ansi skítt vegna loftslagsbreytinga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
Fréttir
Í gær

„Ofstopafull umræða í síðustu viku var ekki gagnleg fyrir íslenskt samfélag“

„Ofstopafull umræða í síðustu viku var ekki gagnleg fyrir íslenskt samfélag“
Fréttir
Í gær

Fulltrúi frá barnavernd boðaður á lögreglustöð eftir að ökumaður með börn í bílnum var handtekinn

Fulltrúi frá barnavernd boðaður á lögreglustöð eftir að ökumaður með börn í bílnum var handtekinn
Fréttir
Í gær

Hjalti Úrsus heitir fundarlaunum vegna stolinnar kerru

Hjalti Úrsus heitir fundarlaunum vegna stolinnar kerru
Fréttir
Í gær

Þjóð gegn þjóðarmorði: Fjöldafundir fyrir Palestínu um allt land í dag

Þjóð gegn þjóðarmorði: Fjöldafundir fyrir Palestínu um allt land í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Munu ekki hika við að sprengja glæpamenn í loft upp

Munu ekki hika við að sprengja glæpamenn í loft upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sólveig Anna blandar sér í kynjaumræðuna – Ætlar að taka þátt í „alvöru baráttu“ en ekki „píkupólitík“

Sólveig Anna blandar sér í kynjaumræðuna – Ætlar að taka þátt í „alvöru baráttu“ en ekki „píkupólitík“