fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Ný von fyrir Úkraínu – Bandaríkin senda fullkomin flugskeyti

Ritstjórn DV
Föstudaginn 29. ágúst 2025 03:10

ERAM flugskeyti

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hefur ákveðið að láta Úkraínu í té mörg þúsund flugskeyti sem geta hæft skotmörk langt innan rússnesku landamæranna.

The Wall Street Journal skýrir frá þessu og segir að Trump hafi ákveðið á laugardaginn að Úkraína fái 3.500 ERAM-flugskeyti (Extended-Range Attack Munition).

Þessi flugskeyti draga allt að 450 kílómetra. Blaðið hefur eftir tveimur embættismönnum að 3.500 flugskeyti verði send til Úkraínu og verði væntanlega komin þangað eftir um sex vikur.

Flugskeytin kosta 730 milljónir evra og munu Evrópuríki greiða fyrir þau og gefa Úkraínu.

Áætlunin um að láta Úkraínu þessi flugskeyti í té kom fram á valdatíma Joe Biden en henni var ekki hrundið í framkvæmd áður en hann lét af embætti.

Trump er sagður hafa horft nýjum augum á þessa áætlun eftir fundinn með Vladímír Pútín í Alaska fyrr í mánuðinum og með fjölda evrópskra leiðtoga í kjölfarið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg skólar Snorra til – „Gerir hann sér grein fyrir því að hann hljómar eins og rússneskur botti?“

Þorbjörg skólar Snorra til – „Gerir hann sér grein fyrir því að hann hljómar eins og rússneskur botti?“
Fréttir
Í gær

Fjöldi Evrópuríkja hættir að senda póst til Bandaríkjanna – Ísland þar á meðal

Fjöldi Evrópuríkja hættir að senda póst til Bandaríkjanna – Ísland þar á meðal